Örlygur Smári og Páll Óskar semja Idol-lag 13. maí 2009 05:00 Þeir Páll Óskar og Örlygur Smári hafa reynst vera ansi magnað tvíeyki en mörg af vinsælustu lögum síðustu tveggja ára koma einmitt úr smiðju þeirra. Draumateymið Örlygur Smári og Páll Óskar Hjálmtýsson eru mennirnir á bak við lagið sem þær Anna Hlín Seculic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir flytja á úrslitakvöldi Idol-stjörnuleitar á föstudagskvöldið. Þá kemur í ljós hvor þeirra fer heim með tvær milljónir íslenskra króna. Tvíeykið Örlygur og Páll eru gulltrygging fyrir smelli því meðal laga sem hafa náð hæstu hæðum á vinsældalistum Íslands má nefna Allt fyrir ástina, International, Betra líf, að ógleymdum Eurovision-slagaranum This is my life. Örlygur semur lagið en Páll Óskar sér um textagerðina. Örlygur Smári sagði lagið, sem heitir Ég fer alla leið, vera hresst popplag. Enda ekki við öðru að búast úr smiðju tónskáldsins. „Ekki fer ég að skila af mér einhverri ballöðu í svona keppni," segir Örlygur og bætir því við að það reyni töluvert á hæfileika keppendanna tveggja. „Þetta er ekki neitt miðjumoð, ég fékk Palla til að syngja demóið því ég treysti mér ekki til þess sjálfur," segir Örlygur sem hefur ekki hugmynd um af hverju lögin hans njóti svona mikilla vinsælda. „Ætli það sé ekki bara af því ég hef gaman af þessu sjálfur, maður er allavega bara þakklátur fyrir að fólk vilji hlusta á það sem maður er að gera." Tónskáldið segist treysta þeim Önnu Hlín og Hröfnu fyllilega til að flytja lagið sómasamlega og koma því til skila á föstudagskvöldið. „Þegar þú ert búinn að fara í gegnum svona síu eins og Idolið áttu alveg að ráða við það." Idol Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Draumateymið Örlygur Smári og Páll Óskar Hjálmtýsson eru mennirnir á bak við lagið sem þær Anna Hlín Seculic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir flytja á úrslitakvöldi Idol-stjörnuleitar á föstudagskvöldið. Þá kemur í ljós hvor þeirra fer heim með tvær milljónir íslenskra króna. Tvíeykið Örlygur og Páll eru gulltrygging fyrir smelli því meðal laga sem hafa náð hæstu hæðum á vinsældalistum Íslands má nefna Allt fyrir ástina, International, Betra líf, að ógleymdum Eurovision-slagaranum This is my life. Örlygur semur lagið en Páll Óskar sér um textagerðina. Örlygur Smári sagði lagið, sem heitir Ég fer alla leið, vera hresst popplag. Enda ekki við öðru að búast úr smiðju tónskáldsins. „Ekki fer ég að skila af mér einhverri ballöðu í svona keppni," segir Örlygur og bætir því við að það reyni töluvert á hæfileika keppendanna tveggja. „Þetta er ekki neitt miðjumoð, ég fékk Palla til að syngja demóið því ég treysti mér ekki til þess sjálfur," segir Örlygur sem hefur ekki hugmynd um af hverju lögin hans njóti svona mikilla vinsælda. „Ætli það sé ekki bara af því ég hef gaman af þessu sjálfur, maður er allavega bara þakklátur fyrir að fólk vilji hlusta á það sem maður er að gera." Tónskáldið segist treysta þeim Önnu Hlín og Hröfnu fyllilega til að flytja lagið sómasamlega og koma því til skila á föstudagskvöldið. „Þegar þú ert búinn að fara í gegnum svona síu eins og Idolið áttu alveg að ráða við það."
Idol Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Fleiri fréttir Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist