Enski boltinn

Tap hjá Aroni og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron og félagar mótmæla brottrekstri Jordon Clarke í kvöld.
Aron og félagar mótmæla brottrekstri Jordon Clarke í kvöld.

Einn leikur fór fram í ensku B-deildinni í kvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry sóttu þá Derby County heim á Pride Park.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Aron og félaga því Leon Best kom þeim yfir strax á 4. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Rob Hulse jafnaði metin fyrir Derby á 49. mínútu og kom Derby yfir með öðri marki á 62. mínútu.

Það syrti svo enn frekar í álinn fyrir Coventry á 63. mínútu er Jordon Clarke var vísað af velli.

Hulse hefði getað fullkomnað þrennuna skömmu fyrir leikslok en hann misnotaði vítaspyrnu.

Aron Einar var í byrjunarliði Coventry og lék allan leikinn. Coventry er í sextánda sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×