Aron Einar: Spiluðum vel en það var ekki nóg Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. september 2009 21:41 Aron Einar Gunnarsson á eftir John Arne Riise í kvöld. Mynd/Daníel Aron Einar Gunnarsson lék skínandi vel á miðjunni í kvöld gegn Norðmönnum en hefur líklega sjaldan fengið eins mikið pláss til að athafna sig og í kvöld í landsleik. "Við hefðum getað klárað þennan leik með ég veit ekki hvað miklum mun, við fengum svo mikið af færum. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við fáum jafn mikið af færum. Við sem litla Ísland eigum að nýta þetta. Við spilum vel og höldum boltanum fullkomlega. Við dreifðum spilinu vel, opnuðum þá eins og við undirbjuggum, við vorum með þetta á tæru," sagði Aron Einar eftir leikinn gegn Norðmönnum. "Við vorum miklu betri aðilinn en náðum ekki að nýta okkur það og það fannst mér slakt en aftur á móti þá lítum við jákvætt á þetta. Við vorum að spila vel og það er ekki hægt að taka frá okkur þó við höfum klúðrað nokkrum færum." "Í fyrri hálfleik léku þeir 4-4-2 og í seinni hálfleik breyttu þeir í 4-3-3. Í fyrri hálfleik lékum við okkur á miðjunni. Við fengum mikinn tíma og pláss á boltann og gátum dreift spilinu. Við gátum það í seinni hálfleik líka en fengum ekki eins mikinn tíma. Það var taktíkin sem reyndist okkur vel í að halda boltanum. Við þökkum Óla og þeim fyrir það." "Rúrik var að spila vel, það er ánægjulegt að fá sprækan strák inn í liðið, ég segi strák þó hann sé ári eldri en ég þar sem ég hef spilað fleiri leiki. Hann stóð vel fyrir sínu, var að mínu mati besti maður leiksins." "Það vantar alltaf eitthvað uppá. Við verðum að laga það og nú þurfa Óli og Pétur að fara yfir leikinn og sjá hvað við þurfum að laga til að klára leikinn. Við spiluðum vel en það er ekki nóg." "Það er mikill munur á liðinu sem byrjaði undankeppnina og endaði hana. Ég veit ekki hvað gerist, ég er ekki þjálfari. Ég spilaði Championship Managaer einhvern tímann en ég veit ekki hvað gerðist en liðið er í mikilli framför," sagði Aron og og var greinilega skemmt. "Það er ung kynslóð að koma upp sem verða að fá að stíga sín fyrstu skref sem er jákvætt fyrir framtíð landsliðsins." "Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig í þessari keppni en við getum litið á það að það eru sentímetrar sem skilja á milli þess að fá 2 eða 6 stig gegn Norðmönnum. Svo eru það Skotaleikirnir, ég veit ekki hvað fór úrskeiðis þar. Við hefðum átt að fá fleiri stig út úr þessu. Svona er þetta, fótboltinn er svona," sagði Aron að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson lék skínandi vel á miðjunni í kvöld gegn Norðmönnum en hefur líklega sjaldan fengið eins mikið pláss til að athafna sig og í kvöld í landsleik. "Við hefðum getað klárað þennan leik með ég veit ekki hvað miklum mun, við fengum svo mikið af færum. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við fáum jafn mikið af færum. Við sem litla Ísland eigum að nýta þetta. Við spilum vel og höldum boltanum fullkomlega. Við dreifðum spilinu vel, opnuðum þá eins og við undirbjuggum, við vorum með þetta á tæru," sagði Aron Einar eftir leikinn gegn Norðmönnum. "Við vorum miklu betri aðilinn en náðum ekki að nýta okkur það og það fannst mér slakt en aftur á móti þá lítum við jákvætt á þetta. Við vorum að spila vel og það er ekki hægt að taka frá okkur þó við höfum klúðrað nokkrum færum." "Í fyrri hálfleik léku þeir 4-4-2 og í seinni hálfleik breyttu þeir í 4-3-3. Í fyrri hálfleik lékum við okkur á miðjunni. Við fengum mikinn tíma og pláss á boltann og gátum dreift spilinu. Við gátum það í seinni hálfleik líka en fengum ekki eins mikinn tíma. Það var taktíkin sem reyndist okkur vel í að halda boltanum. Við þökkum Óla og þeim fyrir það." "Rúrik var að spila vel, það er ánægjulegt að fá sprækan strák inn í liðið, ég segi strák þó hann sé ári eldri en ég þar sem ég hef spilað fleiri leiki. Hann stóð vel fyrir sínu, var að mínu mati besti maður leiksins." "Það vantar alltaf eitthvað uppá. Við verðum að laga það og nú þurfa Óli og Pétur að fara yfir leikinn og sjá hvað við þurfum að laga til að klára leikinn. Við spiluðum vel en það er ekki nóg." "Það er mikill munur á liðinu sem byrjaði undankeppnina og endaði hana. Ég veit ekki hvað gerist, ég er ekki þjálfari. Ég spilaði Championship Managaer einhvern tímann en ég veit ekki hvað gerðist en liðið er í mikilli framför," sagði Aron og og var greinilega skemmt. "Það er ung kynslóð að koma upp sem verða að fá að stíga sín fyrstu skref sem er jákvætt fyrir framtíð landsliðsins." "Það er svekkjandi að fá ekki fleiri stig í þessari keppni en við getum litið á það að það eru sentímetrar sem skilja á milli þess að fá 2 eða 6 stig gegn Norðmönnum. Svo eru það Skotaleikirnir, ég veit ekki hvað fór úrskeiðis þar. Við hefðum átt að fá fleiri stig út úr þessu. Svona er þetta, fótboltinn er svona," sagði Aron að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Umfjöllun: Ósanngjarnt jafntefli gegn Norðmönnum Ísland gerði í kvöld 1-1 jafntefli við Norðmenn í lokaleik sínum í undankeppni HM 2010 í kvöld. Úrslitin henta Norðmönnum engan veginn en þeir mega þó telja sig stálheppna að hafa fengið eitt stig í leiknum. 5. september 2009 17:45