Enski boltinn

Eto'o íhugar boð City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o fagnar marki í leik með Barcelona.
Samuel Eto'o fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP
Búist er við því að Samuel Eto'o muni greina frá því í dag hvort hann ætli að taka boði Manchester City og ganga til liðs við félagið.

City bauð 25 milljónir punda í Eto'o sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Börsunga. Hann er sagður vera óánægður með að félagið vilji selja sig nú svo það geti grætt á honum nú í stað þess að missa hann frítt á næsta ári.

Umboðsmaður Eto'o sagði í samtali við spænska fjölmiðla í gær að hann ætti von á því að hann yrði áfram hjá félaginu og myndi klára samninginn sinn þar.

Því er þó haldið fram að Eto'o fengi 250 þúsund pund í vikulaun hjá City sem myndi gera það að verkum að hann yrði launahæsti knattspyrnumaður heimsins. Það gæti verið erfitt fyrir Eto'o að hafna því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×