Kalli Bjarni í æfingabúðum með glænýrri hljómsveit 30. júní 2009 06:00 Kalli Bjarni lýkur afplánun þann 2. ágúst næstkomandi og hyggst snúa aftur á tónlistarsviðið. fréttablaðið/Vilhelm „Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei." Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira
„Ég fann reyndar Idol-jakkann minn á sunnudaginn. Örugglega bara merki frá æðri máttarvöldum," segir Karl Bjarni Guðmundsson, betur þekktur sem Kalli Bjarni. Söngvarinn, sem heillaði þjóðina upp úr skónum í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2, hefur setið bak við lás og slá nánast samfleytt síðan í júní 2007 fyrir fíkniefnasmygl, en horfir nú fram á veginn því hann verður látinn laus 2. ágúst næstkomandi. Kalli er búinn að stofna hljómsveit ásamt Steina bróður sínum og Grétari Lárusi Matthíassyni, sem hefur stutt dyggilega við bakið á félaga sínum í gegnum súrt og sætt. Þeir hafa fengið til liðs við sig Rúnar Sveinsson sem ber bumbur en Kalli lýsir honum sem undrabarninu frá Grundarfirði. Kall upplýsir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi verið iðinn við að semja lög og texta að undanförnu. Reyndar geta aðdáendur Kalla tekið forskot á sæluna en nokkrir félagar hans hafa sett inn á YouTube tvö myndbönd sem tekin voru upp í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg um svipað leyti og Kalli hóf afplánun sína. Þar flytur hann Lady in black og Ain't No Sunshine í góðum félagsskap. Kalli Bjarni hefur að undanförnu dvalist á Vernd og segir að sér líði betur en nokkru sinni fyrr. „Ég notaði tímann vel á Kvíabryggju og milli þess sem ég var að beita þá var ég að skrifa texta og semja lög," segir Kalli en nafnið á hljómsveitinni er enn í fæðingu. „Við erum í æfingabúðum núna, æfum eins og vitleysingar og erum að púsla þessu saman. Þetta er í raun og veru efnið sem ég ætlaði að koma á framfæri þegar Idolinu lauk en þá réði maður voðalega litlu sjálfur um tónlistina," segir Kalli, en bætir því við að ekkert muni koma frá hljómsveitinni fyrr en allir meðlimir sveitarinnar séu sáttir. „Þetta kemur bara beint frá hjartanu og við erum ekkert að þessu til að ná eyrum markaðarins. Ef það tekst verður það bara bónus." Og Kalli óttast ekki að fara aftur út í tónlistina sem svo oft er sveipuð áru áfengis og annarra vímuefna. „Nei, maður verður bara að þekkja sín takmörk, ég er ekkert að fara taka þátt í einhverju Jameson-maraþoni eða sveitaballamaníu." Móðir Kalla Bjarna, Sveinbjörg Karlsdóttir, hefur staðið við hlið sonar síns eins og klettur. Og hún hefur heyrt sum af lögunum hans. „Hann hefur bara aldrei verið betri," segir Sveinbjörg í samtali við Fréttablaðið. Hún kveðst vera stolt af syni sínum og segir hann mikið breyttan mann. Allt hafi hreinlega gengið eins og í góðri lygasögu. „Ef Kalli lærir ekki af þessu núna, þá lærir hann aldrei."
Mest lesið Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið „Hálfur áratugur með þér my love“ Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Sjá meira