Innlent

Borgarráð frestar afgreiðslu á sölu HS orku

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.
Óskar Bergsson, formaður borgarráðs.

Borgarráð Reykjavíkur hefur að ósk fulltrúa minnihlutans í ráðinu ákveðið að fresta um viku afgreiðslu á sölu á hlut Orkuveitur Reykjavíkur í HS Orku til Magma Energy.

Stjórn Orkuveitunnar samþykkti á mánudag að selja kanadíska orkufyrirtækinu Magma Energy tæplega þriðjungshlut sinn í HS Orku. Fulltrúar Samfylkingar og VG greiddu atkvæði gegn samningnum á mánudaginn og gagnrýnu þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

Eigendur Orkuveitunnar þurfa að samþykkja söluna, þar á meðal Reykjavíkurborg. Það er að lokum borgarstjórn sem samþykkir söluna en næsti reglulegi fundur borgarstjórnar er ekki fyrr en eftir tæpan hálfan mánuð.






Tengdar fréttir

Hver sjóður kaupi lítinn hlut í HS Orku

Útilokað er talið að lífeyrissjóðir vilji kaupa stóran hlut í HS Orku. Bankarnir eru taldir munu gegna lykilhlutverki í kaupum opinberra aðila á meirihluta í félaginu. Hlutur GGE, sem er 55 prósent, er metinn á rúmlega tuttugu milljarða.

Salan til Magma samþykkt í stjórn OR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að selja hlut sinn í HS Orku til kanadíska félagsins Magma Energy. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur. Fulltrúar minnihlutans í stjórninni greiddu atkvæði gegn samningnum og gagnrýna þeir þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ekki verið að einkavæða HS orku

„Með þessum samningum er ekki verið að einkavæða HS Orku,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins samþykkti á fundi sínum í dag kaupsamning við Magma Energy um 16,58% hlut OR og tæplega 15% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku. Jafnframt samþykkti stjórnin samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um uppgjör milli aðila vegna viðskipta þeirra með hluti í Hitaveitu Suðurnesja.

OR gekk að tilboði Magma í HS Orku

Stjórnvöld vilja kaupa meirihluta í HS Orku. Geysir Green Energy á um 55 prósenta hlut en opinberir aðilar hafa ekki rætt við félagið um kaup á hlut þeirra. Ríkið, lífeyrissjóðir og sveitarfélög skoða kaup á meirihluta í HS Orku.

Steingrímur fór fram á lengri frest en fékk ekki

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óskaði eftir lengri fresti til þess að móta hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðanna og sveitarfélaga að kaupum á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður OR segir ekki hægt að verða við beiðninni. Tilboð Magma Energy í hlutinn rennur út klukkan fimm í dag.

Vilja samning við Magma upp á borðið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að minnihlutinn í borgarstjórn muni á fundi síðar í dag krefjast þess að samningur Orkuveitunnar um sölu á hlut veitunnar í HS Orku til Magma Energy verði gerður opinber nú þegar.

Ekki móðurfélagsábyrgð og því ekki hægt að ganga að Magma ef illa fer

„Þá er það mikið áhyggjuefni að móðurfélagsábyrgð Magma er ekki á skuldabréfinu heldur einungis veð í bréfum í HS orku,“ segir í bókun Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vegna sölu á hlut fyrirtækisins í HS orku til kanadíska félagsins Magma Energy.

HS orka reynir að semja við lánardrottna

HS orka, orkufyrirtæki Reykjaness, á í samningum við lánardrottna sína, sem nú geta gjaldfellt hátt í 30 milljarða króna skuldir félagsins. Kaup Kanadamanna á hlut Orkuveitunnar í fyrirtækinu, velta á því að HS orka endursemji við lánardrottna.

Ólga í Framsókn vegna Magma-sölu

Bakland Framsóknarflokksins í Reykjavík virðist missátt við að Orkuveitan hafi gengið að kauptilboði Magma Energy. Formaður borgarráðs segir að þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki breyti ekki niðurstöðu málsins.

Magma-samningur gerður opinber

Samningur Magma Energy við Orkuveitu Reykjavíkur var gerður opinber nú síðdegis. Fulltrúar Samfylkingar og VG í stjórn Orkuveitunnar óskuðu eftir því í gær að samningarnir yrðu gerðir opinber en sú tillaga var felld, að fram kemur í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Í samningnum er ákvæði um trúnað við Magma.

Dagur: Gengur ekki að selja lykilþætti á brunaútsölu

„Það gengur ekki að hlaupa til og selja þessa lykilþætti á brunaútsölu,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, um samkomulag Orkuveitu Reykjavíkur við Magma Energy um sölu á hlut Orkuveitunnar í HS orku. Hann gagnrýnir pukur í kringum samkomulagið. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarmaður Orkuveitunnar, segir að ekki sé verið að fela neitt fyrir borgarbúum.

Magma setur skilyrði um skuldamál HS Orku

Í samkomulagi því sem Magma og Orkuveitan (OR) hafa gert um kaupin á hlut OR í HS Orku er meðal annars kveðið á um ásættanlega niðurstöðu hvað varðar samninga við aðra aðila um skuldamál HS Orku.

Arður HS orku verði eftir í landinu

Hugmyndir eru uppi um að lífeyrissjóðir, ríkissjóður sveitarfélög og jafnvel bankar eignist meirihluta í HS Orku þannig að arður af fyrirtækinu verði að sem mestu eftir í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×