Ólga í Framsókn vegna Magma-sölu 3. september 2009 06:15 Sala á hlut Orkuveitunnar til Magma Energy hefur fengið umfjöllun í borgarstjórn. Borgarráð fundar í dag.fréttablaðið/stefán „Fjölmargir framsóknarmenn, þar á meðal ég, telja það ekki þjóna hagsmunum almennings á Íslandi að selja úr landi yfirráð á orkuauðlindum. Fjölmargir framsóknarmenn eru andstæðingar þeirrar skefjalausu einkavæðingarstefnu sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn“, skrifar Salvör Gissurardóttir, stjórnarmaður í framsóknarfélagi Reykjavíkur. Salvör staðfestir að hún sé alfarið á móti því að hlutur Orkuveitunnar verði seldur á þessum tímapunkti og „vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þennan gjörning“, eins og hún orðar það. Spurð hvort hún hafi tilfinningu fyrir því hvort þetta sé skoðun margra framsóknarmanna segir hún að svo sé. Viðhorf framsóknarmanna til einkavæðingar séu önnur en sjálfstæðismanna. Salvöru finnst að framsóknarmenn ættu að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum og ekki standa með þeim að samþykkt á sölu hlutarins til Magma Energy. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, tekur ekki undir að urgur sé á meðal framsóknarfólks í borginni. „Það er allt of mikið sagt að það sé mikill óróleiki innan okkar raða en hins vegar eru skiptar skoðanir og við höfum tekið umræðuna. Menn átta sig á því að við erum í þeirri stöðu að vera með úrskurð samkeppnisyfirvalda um að selja þennan hlut og það skiptir Orkuveituna miklu máli að losa hlutinn á þessum tíma. Þannig getum við byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í almannaeigu.“ Óskar segir að þessu slepptu megi velta fyrir sér hugmyndafræðinni um hvorum megin orkufyrirtækin eiga að liggja og það sé nærtækt að beina spjótum að þeim sveitarfélögum sem þegar hafa selt frá sér orkufyrirtækin. „Það er ekki hægt að segja það um Reykvíkinga.“ Í niðurlagi bloggfærslu Salvarar segir að nú reyni á borgarfulltrúa í borgarráði og borgarstjórn um hvort samkomulagið verði staðfest. „...þar eiga menn að horfa á víðari hagsmuni en bara hagsmuni eins fyrirtækis. Það er margt sem bendir til að borgin sé ekkert að tapa á því að bíða og gefa ríkinu eða öðrum innlendum aðilum meira svigrúm til að kaupa.“ Spurður hvort þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki geti haft áhrif á niðurstöðu málsins úr þessu svarar Óskar neitandi. svavar@frettabladid.is Salvör Gissurardóttir Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Fjölmargir framsóknarmenn, þar á meðal ég, telja það ekki þjóna hagsmunum almennings á Íslandi að selja úr landi yfirráð á orkuauðlindum. Fjölmargir framsóknarmenn eru andstæðingar þeirrar skefjalausu einkavæðingarstefnu sem einkennir Sjálfstæðisflokkinn“, skrifar Salvör Gissurardóttir, stjórnarmaður í framsóknarfélagi Reykjavíkur. Salvör staðfestir að hún sé alfarið á móti því að hlutur Orkuveitunnar verði seldur á þessum tímapunkti og „vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að stöðva þennan gjörning“, eins og hún orðar það. Spurð hvort hún hafi tilfinningu fyrir því hvort þetta sé skoðun margra framsóknarmanna segir hún að svo sé. Viðhorf framsóknarmanna til einkavæðingar séu önnur en sjálfstæðismanna. Salvöru finnst að framsóknarmenn ættu að fjarlægja sig frá Sjálfstæðisflokknum og ekki standa með þeim að samþykkt á sölu hlutarins til Magma Energy. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður borgarráðs, tekur ekki undir að urgur sé á meðal framsóknarfólks í borginni. „Það er allt of mikið sagt að það sé mikill óróleiki innan okkar raða en hins vegar eru skiptar skoðanir og við höfum tekið umræðuna. Menn átta sig á því að við erum í þeirri stöðu að vera með úrskurð samkeppnisyfirvalda um að selja þennan hlut og það skiptir Orkuveituna miklu máli að losa hlutinn á þessum tíma. Þannig getum við byggt upp Orkuveitu Reykjavíkur sem er fyrirtæki í almannaeigu.“ Óskar segir að þessu slepptu megi velta fyrir sér hugmyndafræðinni um hvorum megin orkufyrirtækin eiga að liggja og það sé nærtækt að beina spjótum að þeim sveitarfélögum sem þegar hafa selt frá sér orkufyrirtækin. „Það er ekki hægt að segja það um Reykvíkinga.“ Í niðurlagi bloggfærslu Salvarar segir að nú reyni á borgarfulltrúa í borgarráði og borgarstjórn um hvort samkomulagið verði staðfest. „...þar eiga menn að horfa á víðari hagsmuni en bara hagsmuni eins fyrirtækis. Það er margt sem bendir til að borgin sé ekkert að tapa á því að bíða og gefa ríkinu eða öðrum innlendum aðilum meira svigrúm til að kaupa.“ Spurður hvort þrýstingur frá óánægðu framsóknarfólki geti haft áhrif á niðurstöðu málsins úr þessu svarar Óskar neitandi. svavar@frettabladid.is Salvör Gissurardóttir
Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira