Innlent

Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ekki verið að einkavæða HS orku

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Með þessum samningum er ekki verið að einkavæða HS Orku," segir Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins samþykkti á fundi sínum í dag kaupsamning við Magma Energy um 16,58% hlut OR og tæplega 15% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku. Jafnframt samþykkti stjórnin samkomulag við Hafnarfjarðarbæ um uppgjör milli aðila vegna viðskipta þeirra með hluti í Hitaveitu Suðurnesja.

Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur. Fulltrúar minnihlutans í stjórninni greiddu atkvæði gegn samningnum og gagnrýna þeir þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

„HS Orka var þegar að meirihluta í eigu einkaaðila, fyrir tilstilli annarra en Orkuveitu Reykjavíkur. Standi vilji opinberra aðila til að eignast ráðandi hlut í HS Orku, gæti enn verið tækifæri til þess," segir Guðlaugur í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Stefnt að HS orka verði í meirihlutaeigu opinberra aðila

Viðræðuhópur verður skipaður á næstu dögum sem muna kanna forsendur þess að ganga til samninga við Geysir Green um meirihluta félagsins í HS Orku þannig að félagið verði í meirihlutaeigu opinberra aðila. Miðað er við að niðurstaða viðræðna um möguleg kaup liggi fyrir á næstu vikum.

Salan til Magma samþykkt í stjórn OR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að selja hlut sinn í HS Orku til kanadíska félagsins Magma Energy. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur. Fulltrúar minnihlutans í stjórninni greiddu atkvæði gegn samningnum og gagnrýna þeir þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

Steingrímur fór fram á lengri frest en fékk ekki

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óskaði eftir lengri fresti til þess að móta hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðanna og sveitarfélaga að kaupum á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður OR segir ekki hægt að verða við beiðninni. Tilboð Magma Energy í hlutinn rennur út klukkan fimm í dag.

Arður HS orku verði eftir í landinu

Hugmyndir eru uppi um að lífeyrissjóðir, ríkissjóður sveitarfélög og jafnvel bankar eignist meirihluta í HS Orku þannig að arður af fyrirtækinu verði að sem mestu eftir í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×