Innlent

Salan til Magma samþykkt í stjórn OR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að selja hlut sinn í HS Orku til kanadíska félagsins Magma Energy. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki borgarráðs og borgarstjórnar Reykjavíkur. Fulltrúar minnihlutans í stjórninni greiddu atkvæði gegn samningnum og gagnrýna þeir þann skamma tíma sem stjórnarmönnum gafst á að kynna sér efni samningsins.

Í bókun Þorleifs Gunnlaugssonar fulltrúa VG í stjórn OR segir að samfélagslegt eignarhald á orkufyrirtækjum og auðlindum hafi aldrei mikilvægara. „Hætt er við að með aðkomu einkaaðila að HS Orku sé verið að ryðja brautina fyrir einkavæðingu alls orkugeirans, og því óskiljanlegt að ósk ríkisstjórnarinnar um lengri frest hafi verið hafnað."

Sigrún Elsa Smáradóttir fulltrúi Samfylkingari í stjórninni bókaði að eðlillegt hefði verið að sækja um lengri frest til samkepnisyfirvalda um fullnustu úrskurðar um hámarkseignarhluta OR í HS til þess að freista þess að tryggja Orkuveitunni hámarksverð fyrir hlutinn. Einnig segir Sigrún það forkastanlegt að stjórnarmenn hafi aðeins fengið um klukkustund til þess að kynna sér efni samningsins.




Tengdar fréttir

Afstaða fjármálaráðherra til sölu á HS Orku mun liggja fyrir í fyrramálið

Afstaða fjármálaráðuneytisins til sölu Orkuveitunnar á hlut í HS Orku til Magma mun liggja fyrir í kvöld eða á morgun, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir að málið hafi verið rætt við fjölmarga aðila að undanförnu, þar á meðal fulltrúa Orkuveitunnar.

Tilboð Magma Energy er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum

„Tilboð Magma Energy í HS Orku er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum en einungis hlutir í Hitaveitu Suðurnesja eru að veði fyrir fyrir lokagreiðslum Magma Energy í HS Orku. Þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum en það er engin trygging fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún segir Reykjanesbæ hafa samið af sér.

Sameining Magma og GGE til skoðunar frá upphafi

Möguleikinn á sameiningu Geysis Green Energy og kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy hefur verið til skoðunar frá því fyrirtækin ræddu fyrst samstarf innan HS Orku. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja sameiningu þó ekki í kortunum alveg á næstunni.

Steingrímur fór fram á lengri frest en fékk ekki

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óskaði eftir lengri fresti til þess að móta hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðanna og sveitarfélaga að kaupum á hlut Orkuveitunnar í HS Orku. Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður OR segir ekki hægt að verða við beiðninni. Tilboð Magma Energy í hlutinn rennur út klukkan fimm í dag.

Beaty átti „árangursríkan“ fund við Steingrím

Ross Beaty, forstjóri og aðaleigandi Magma Energy hitti Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra að máli í morgun. Beaty segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið árangursríkur þó ekki hafi fengist klár niðurstaða. „Við skiptumst á skoðunum og hugmyndum en eigum eftir að ræða betur saman," segir Beaty.

Forsetinn fundaði með Magma

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, átti fund með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, fyrr í mánuðinum. Þeir ræddu umsvif Magma, sem hyggst hasla sér völl í íslenskum orkuiðnaði.

Óvissa um hlutinn í HS Orku

Ríkið hefur ekki tök á því að kaupa hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Þetta er skoðun margra samfylkingarmanna og meirihluta borgarstjórnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Einkavæðing Hitaveitu Suðurnesja

Hið opinbera, jafnt ríki sem sveitarfélög eiga í miklum fjárhagsörðugleikum. Lausafjárstaðan er slæm og það er freistandi að selja almannafyrirtæki eða hluta þeirra. Þekkt er erlendis frá að við aðstæður sem þessar, mæta „hákarlarnir“ með það í huga að eignast almannafyrirtæki fyrir lítið fé. Í þessu felast hættur sem vel gætu hamlað endurreisn Íslands.

Arður HS orku verði eftir í landinu

Hugmyndir eru uppi um að lífeyrissjóðir, ríkissjóður sveitarfélög og jafnvel bankar eignist meirihluta í HS Orku þannig að arður af fyrirtækinu verði að sem mestu eftir í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×