Enski boltinn

Rooney: Giggs er mín fyrirmynd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney hefur greint frá því að hann líti mikið upp til félaga síns, Ryan Giggs, og vilji gjarnan eiga jafn farsælan feril á Old Trafford.

Rooney hefur nú þegar verið hjá félaginu í sex ár.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji enda minn feril hér hjá þessu félagi. Ef ég kemst nálægt því að afreka álíka mikið og Ryan hefur þá væri það frábært. Ég lít á hann sem hina fullkomnu fyrirmynd," sagði Rooney í spjalli við sjónvarpsstöð Man. Utd.

„Það er ekki hægt annað en að bera mikla virðingu fyrir lífi hans og hvernig hann hefur komið fram. Það sem hann hefur gert og unnið er með hreinum ólíkindum. Það líta allir upp til hans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×