Samfylking vill kjósa en bíður átekta 22. janúar 2009 05:00 Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira