Samfylking vill kjósa en bíður átekta 22. janúar 2009 05:00 Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira