Samfylking vill kjósa en bíður átekta 22. janúar 2009 05:00 Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Samfylkingarfólk hefur ekki farið varhluta af kröfunni um kosningar í vor og brennur hún nú á mörgum þingmönnum flokksins. Enn bíða menn átekta niðurstöðu landsfundar samstarfsflokksins, en þolinmæði margra er á þrotum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segist skilja kröfu almennings um kosningar. „Ríkisstjórnin hefur unnið sér inn reiði almennings með því að standa ekki við þær hreinsunaraðgerðir sem menn hafa viljað; til dæmis hvað varðar Seðlabankann og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagðist í gær vilja að boðað yrði til kosninga í vor. Nauðsynlegur friður næðist ekki í samfélaginu fyrr en búið væri að kjósa. „Ég skil kröfu mótmælenda vel, ástandið er grafalvarlegt og það hefur gengið á traust almennings til stjórnvalda. Kosningar eru nauðsynlegur liður í þeirri uppbyggingu sem nú fer í hönd." Ágúst segir að engin trú verði á verkum ríkisstjórnarinnar fyrr en eftir kosningar. Þingmennirnir Karl V. Matthíasson og Guðbjartur Hannesson telja báðir að kjósa verði fyrr en síðar. „Ég haf sagt lengi að ef við náum ekki árangri í byrjun árs þá verði að boða til kosninga. Þetta er þungamiðjan í mótmælunum og það segir sig sjálft að ef eitthvað mikið gerist ekki strax verðum við að verða við því," segir Guðbjartur. Karl segist taka undir það sjónarmið að það eigi að kjósa í vor. „Það er búið að ræða ýmislegt um uppstokkanir og afsagnir, bæði hjá stjórnmála- og embættismönnum, en ekkert hefur gerst. Mér finnst að við eigum að kjósa í vor og það er jákvætt verði það gert." Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir segist skilja kröfuna um kosningar. „Ég hef þó ekki heyrt hvaða lausnir menn sjá í því. Reynslan sýnir að í aðdraganda kosninga eru menn ekki alltaf tilbúnir til að taka á erfiðum málum, en það er vart í boði í dag. Hins vegar verða stjórnvöld að sýna spilin." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn síðustu helgina í janúar og þar verða Evrópumál á dagskrá. Samfylkingin hefur beðið niðurstöðu þess fundar; stefni sjálfstæðismenn á Evrópu sé til nokkurs unnið í stjórnarsamstarfinu. Hins vegar hefur krafan um kosningar orðið æ háværari í baklandi flokksins og því óvíst hvort þolinmæði verður til að bíða. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira