Fótbolti

Holland komið á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nigel de Jong skoraði fyrsta mark leiksins.
Nigel de Jong skoraði fyrsta mark leiksins. Mynd/Vilhelm

Hollendingar tryggðu sér farseðilinn á HM í Suður-Afríku eftir 1-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.

Hollendingar gerðu út um leikinn á fyrstu 16 mínútum leiksins þegar þeir skoruðu tvö mörk. Þau gerðu Nigel de Jong og Mark Van Bommel.

Íslenska liðið var yfirspilað í fyrri hálfleik en hysjaði rækilega upp um sig í síðari hálfleik. Kristján Örn Sigurðsson minnkaði muninn tveim mínútum fyrir leikslok en nær komst íslenska liðið ekki.

Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og má lesa lýsingu leiksins hér: Ísland - Holland.






Tengdar fréttir

Byrjunarlið Íslands gegn Hollandi

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×