Enski boltinn

Bruce að taka við Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steve Bruce.
Steve Bruce. Nordic Photos/Getty Images

Sky-fréttastofan greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst á milli Sunderland og Wigan um að Steve Bruce taki við liði Sunderland. Þessi tíðindi voru svo staðfest af Sunderland áðan.

Wigan hafði gefiðð Sunderland leyfi til þess að tala við Bruce og hafa viðræður verið í gangi á milli allra aðila síðustu daga.

Wigan vildi fá 3 milljónir punda fyrir Bruce og svo virðist vera sem Sunderland hafi samþykkt að greiða þá upphæð.

Heimildamenn Sky segja að þriggja ára samningur liggi á borðinu og að það verði skrifað undir hann fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×