Enski boltinn

Chelsea með risatilboð í Kaka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaká er eftirsóttur þessa dagana.
Kaká er eftirsóttur þessa dagana. Nordic Photos / Getty
Chelsea hefur boðið 73,5 milljónir punda í Brasilíumanninn Kaka hjá AC Milan eftir því sem heimildir fréttastofu Sky Sports herma.

Manchester City var sagt hafa boðið um 100 milljónir punda í Kaka nú í janúar síðastliðnum en Brasilíumaðurinn ákvað að vera um kyrrt í herbúðum Milan.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid síðan að Florentino Perez varð aftur forseti félagsins á mánudaginn. Real Madrid var sagt hafa boðið 56 milljónir punda í leikmanninn.

Kaka sagði hins vegar nýlega í viðtali að hann væri ánægður hjá AC Milan og ætlaði ekki að fara frá félaginu í sumar.

Chelsea er einnig sagt reiðubúið að borga Kaka tíu milljónir punda í árslaun eftir skatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×