Manchester United hefur ákveðið að lána varnarmanninn Danny Simpson til Newcastle út næsta tímabil.
Þessi 22 ára strákur nýtur sín best í hægri bakvarðarstöðunni og mun væntanlega fylla skarð Habib Beye. Hann mun fá treyju númer 12 hjá Newcastle.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem United sendir strákinn á lán. Hann fór til Blackburn og Ipswich í fyrra og hefur áður verið hjá Sunderland og Antwerpen.
Hann hefur aðeins náð að spila átta leiki með Man. Utd en þar hefur hann verið síðan 2003.