Fótbolti

Magnús Þórisson dæmdi umdeilda vítaspyrnu sem tryggði Wales sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þórisson.
Magnús Þórisson. Mynd/Valli

Magnús Þórisson dæmdi í kvöld vináttulandsleik Wales og Eistlands en leikið var á Parc y Scarlets í Llanelli í Wales. Heimamenn unnu leikinn 1-0 og sigurmarkið kom úr vítaspyrnu.

Robert Earnshaw skoraði sigurmarkið af vítapunktinum á 26. mínútu leiksins en Magnús dæmdi vítið á varnarmann Eistlands fyrir að verja boltann með hendi.

Í beinni textalýsingu á Sporting-life.com var dómur Magnúsar gagnrýndur og talað um að boltinn hafi aðeins farið í brjóstkassa varnarmannsins.

Tveir íslenskir aðstoðardómarar voru Magnúsi til aðstoðar en það voru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Frosti Viðar Gunnarsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×