Fótbolti

Eiður: Horfðum á þá spila fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í upphitun fyrir leikinn í kvöld.
Eiður Smári í upphitun fyrir leikinn í kvöld. Mynd/Anton
Eiður Smári Guðjohnsen reyndi að taka það jákvæða úr leiknum gegn Hollandi í undankeppni HM 2010 í dag sem Ísland tapaði, 2-1.

„Það gaf augaleið hvað var í gangi í fyrri hálfleik," sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Við stóðum og horfðum á þá spila fótbolta. Við áttum kannski 1-2 skyndisóknir sem voru allt í lagi eftir að við náðum að vinna boltann. Annars var þetta ekki upp á marga fiska."

„En í seinni hálfleik fórum við nær sóknarmönnunum þeirra og þeir náðu ekki að skapa sér jafn mörg færi. Þá kannski þorðum við að gera eitthvað meira. Við misstum aldrei von og náðum að skora."

Hann sagði einnig augljóst að draumurinn um að komast á HM sé úti. „Já, hann er það. Maður á ekkert að vera að hlægja að þessu. Innst inni vonast maður alltaf eftir þessu. En því miður tókst það ekki."

Eiður fann fyrir verk í upphitun fyrir leikinn á sama stað og hann meiddist í landsleiknum gegn Makedóníu í haust. Hann segist vera tæpur fyrir leikinn gegn Makedónum ytra á miðvikudaginn.

„Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn. En það verður bara að koma í ljós hvernig ég verð á morgun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×