Enski boltinn

Arabi sagður vilja fjárfesta í Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tom Hicks og George Gillett.
Tom Hicks og George Gillett. Nordic Photos / Getty Images

Fjölmiðlar í Sádí-Arabíu greina frá því að auðugur fjárfestir þar í landi sé á góðri leið með að fjárfesta miklum peningi í félagi í ensku úrvalsdeildinni.

Dagblaðið Al-Riyadh hefur í dag eftir Fahd bin Abdullah, stjórnarformaður fjárfestingafélagsins F6, að það eigi nú í viðræðum um að kaupa 50 prósent hlut í félagi.

„Þetta félag er skuldsett upp á um 245 milljónir punda og yrði okkar fjárfesting upp á 200 til 350 milljónir punda," sagði hann. Það kemur ekki fram um hvaða félag ræðir en almennt er talið víst að það sé Liverpool.

Eigendur Liverpool, George Gillett og Tom Hicks, eru sagðir áhugasamir um að selja hlut í félaginu enda hafa þeir átt erfitt uppdráttar síðan að kreppan skall á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×