Vesturport og Nick Cave gera nýja leikgerð af Faust 3. júlí 2009 08:00 Vesturportsfólkið Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Víkingur Kristjánsson vinnur nú að nýrri leikgerð Faust ásamt tónlistarséníunum Nick Cave og Warren Ellis. Sýningin verður svo sett upp í Berlín, Hamborg og London. „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með." Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Samdi lag til bílasalans í tilefni af sambandsafmælinu Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Sjá meira
„Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin," segir Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Vesturportshópurinn vinnur þessa dagana að nýrri leikgerð Faust sem verður jólasýning Borgarleikhússins í ár. Gísli Örn situr nú við að skrifa handritið ásamt þeim Víkingi Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu Dögg Filippusdóttur. „Og svo verða Nick Cave og Warren Ellis með tónlistina. Hún spilar stórt hlutverk," segir Gísli. Gísli segir erfitt að segja til um hvernig Faust þau muni setja upp. „Það eru til margar leikgerðir og sögur og við höfum verið að sanka að okkur öllu sem er til um þetta. Út frá því reynum við að finna kjarnann í sögunni og skrifum í kjölfarið," segir hann. Hingað til hefur Vesturport verið þekkt fyrir óvenjulegar uppsetningar sínar á þekktum verkum. Gísli fæst ekki til að vera með neinar yfirlýsingar um að svo verði nú. „Það er eiginlega skemmtilegra ef það fær bara að koma í ljós. Það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni. Við ætlum bara að búa til Faust sem er okkar Faust - eins og við viljum sjá það." Gísli Örn verður leikstjóri verksins en ekki er enn farið að ræða hlutverkaskipan. Hópurinn situr nú sveittur við handritsskrifin á Kolsstöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru þau í sambandi við Warren Ellis og Nick Cave í gegnum Skype. Þó að Faust verði jólasýning í Borgarleikhúsinu mun verkið ekki stoppa lengi þar. „Við gerum þetta líka í samstarfi við leikhús í Berlín, Hamborg og London, þau vildu tengjast þessu líka. Svo fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa Nick Cave með."
Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Samdi lag til bílasalans í tilefni af sambandsafmælinu Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Sjá meira