Enski boltinn

Fyrrum leikmaður Juventus æfir með Notts County

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jorge Andrade.
Jorge Andrade. Nordic Photos / AFP

Jorge Andrade, fyrrum leikmaður Juventus og portúgalska landsliðsins, er nú til reynslu hjá enska D-deildarliðinu Notts County.

Andrade er sem stendur án félags en hann átti við erfið hnémeiðsli að stríða og er nú að ná sér aftur á strik eftir þau.

Notts County hefur verið á höttunum eftir varnarmanni síðan að Sol Campbell ákvað að yfirgefa félagið í september síðastliðnum. Campbell spilaði aðeins einn leik með Notts County en fékk svo nóg.

Andrade er hins vegar sagður í enskum fjölmiðlum áhugasamur um að spila með félaginu í ensku D-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×