Enski boltinn

Terry: Ættum að vera með stærra forskot

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leik með Chelsea.
John Terry í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að liðið ætti að vera með stærra forskot á toppi ensku úrvlasdeildarinnar en aðeins þrjú stig.

Chelsea hafði ekki unnið í fjórum leikjum í röð er liðið mætti Portsmouth í gærkvöldi og vann 2-1 sigur. Liðið er nú með 40 stig eftir sautján leiki en Terry telur raunhæft að liðið nái að minnsta kosti 90 stigum, rétt eins og það gerði þegar það varð meistari 2005 og 2006.

„Við ættum að vera með stærra forskot en það er algjörlega okkur sjálfum að kenna hvernig fór. Ég skil vel gremju stuðningsmannanna enda hefur varnarleikur okkar í föstum leikatriðum verið óásættanlegur."

„Við stefnum enn að 90 stigum á tímabilinu og erum við eina félagið sem stefnir svo hátt. Þegar við gerðum jafntefli við Everton um helgina var það í fyrsta sinn á tímabilinu sem við töpum stigum á heimavelli og ég vil að það verði einnig í síðasta skiptið sem það gerist."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×