Magnús hættir í bankaráði Seðlabankans 12. september 2009 17:38 „Þar sem störf mín hafa nú opinberlega verið tortryggð með ómaklegum hætti hef ég ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að mér verði veitt lausn frá störfum sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands," segir Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Magnús Árni hafði samband við útflutningsfyrirtæki til að koma á viðskiptum með gjaldeyri í gegnum breskt miðlunarfyrirtæki. Það hefur það í för með sér að útflutningstekjur í erlendum gjaldmiðli skila sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi. Seðlabankinn hafði áður beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum meðan gjaldeyrishöft eru í landinu. Magnús sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpssins að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Þá kom fram að hann íhugaði að stefna Morgunblaðinu vegna fréttarinnar. Magnús minnist ekki á hugsanlega málsókn í yfirlýsingu sinni. Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið. 12. september 2009 15:33 Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 12. september 2009 12:50 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Þar sem störf mín hafa nú opinberlega verið tortryggð með ómaklegum hætti hef ég ákveðið að fara þess á leit við Alþingi að mér verði veitt lausn frá störfum sem bankaráðsmaður í Seðlabanka Íslands," segir Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Í frétt Morgunblaðsins í dag kemur fram að Magnús Árni hafði samband við útflutningsfyrirtæki til að koma á viðskiptum með gjaldeyri í gegnum breskt miðlunarfyrirtæki. Það hefur það í för með sér að útflutningstekjur í erlendum gjaldmiðli skila sér ekki á gjaldeyrismarkað hér á landi. Seðlabankinn hafði áður beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum meðan gjaldeyrishöft eru í landinu. Magnús sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpssins að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Þá kom fram að hann íhugaði að stefna Morgunblaðinu vegna fréttarinnar. Magnús minnist ekki á hugsanlega málsókn í yfirlýsingu sinni.
Tengdar fréttir Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58 Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28 Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið. 12. september 2009 15:33 Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 12. september 2009 12:50 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12. september 2009 09:58
Magnús segi sig úr bankaráði Seðlabankans Hallur Magnússon, einn af forystumönnum Framsóknarflokksins í Reykjavík, vill að Magnús Árni Skúlason, fulltrúi flokksins í bankaráði Seðlabankans, segi af sér. Ekki sé hægt að kenna Framsóknarflokknum um mistök Magnúsar. 12. september 2009 11:28
Engin viðbrögð frá Framsókn varðandi mál Magnúsar Engin viðbrögð hafa borist frá forystu Framsóknarflokksins varðandi mál Magnúsar Árna Skúlasonar, fulltrúa flokksins í bankaráði Seðlabankans. Þeir þingmenn sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið. 12. september 2009 15:33
Magnús íhugar að stefna Morgunblaðinu Magnús Árni Skúlason, fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabankans, sem reyndi að koma íslenskum fyrirtækjum í aflandsviðskipti með gjaldeyri segir að tilgangurinn hafi ekki verið að höndla með krónur. Hann íhugar að stefna Morgunblaðinu vegna umfjöllunar um sig í dag. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 12. september 2009 12:50