Viðskipti innlent

Vann gegn markmiðum Seðlabankans

Magnús Árni Skúlason er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands.
Magnús Árni Skúlason er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráði Seðlabanka Íslands. Mynd/Pjetur
Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir ennfremur að um breska miðlarafyrirtækið Snyder sé að ræða en að stjórnendur þess séu vinir Magnúsar Árna. Hann á að hafa haft samband við Actavis fyrir rúmum tveimur vikum til að bjóða þeim þjónustu Snyder. Miðlarafyrirtækið á að hafa boðið upp á þá þjónustu að kaupa gjaldeyri erlendis inn á reikning og afhenda krónur hér á landi.

Tekjugrundvöllur slíks viðskiptasamband eru gjaldeyrishöftin sem Seðlabankinn á að sjá um að afnema í skrefum. Á fundi í Seðlabankanum í sumar voru fulltrúar stærstu útflutningsfyrirtækja hér á landi beðin um að láta af svona viðskiptum með gjaldeyri þar sem þau stríddu gegn gjaldeyrishöftunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×