Enski boltinn

Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie sést hér skola blóðið af andliti sínu.
Robin van Persie sést hér skola blóðið af andliti sínu. Mynd/AFP

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal.

„Við erum báðir atvinnumenn og vitum vel að það er tekist á i þessum leikjum. Ég hef stundum verið of harður í tæklingum en hef þó aldrei ætlað mér að meiða einn eða neinn. Hann ætlaði sér að meiða mig í dag og það var ekki mikill klassi yfir hans framkomu," sagði Van Persie.

Emmanuel Adebayor sagði eftir leikinn að hann hafi ekki getað forðað því að stíga á andlit Van Persie. „Ég hafði engan tíma. Ég var að reyna að ná til boltans og fór óvart í höfuð hans. Ég fór til hans og bað hann afsökunar eftir leikinn," sagði Adebayor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×