Enski boltinn

Petrov ekki sáttur við bekkjarsetu hjá City

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn Steinsson tæklar hér Martin Petrov í leik Bolton og City á síðasta tímabili.
Grétar Rafn Steinsson tæklar hér Martin Petrov í leik Bolton og City á síðasta tímabili. Nordic Photos / AFP

Martin Petrov, leikmaður Manchester City, á ekki von á því að hann verði mikið notaður í leikjum liðsins í vetur.

City hefur eytt um 100 milljónum punda í leikmannakaup í sumar og hefur Petrov fengið að finna fyrir því að leikmannahópurinn hefur stækkað.

„Ég á ekki von á því að City muni stóla mikið á mig á þessu tímabili, alla vega ekki miðað við það sem ég hef séð á undirbúningstímabilinu til þessa. Enginn knattspyrnumaður er ánægður með að sitja á bekknum og ég er engin undantekning," sagði Petrov við fjölmiðla í heimalandi sínu, Búlgaríu.

Hann segir að ýmislegt komi til greina hjá sér. „Það hafa nokkrar fyrirspurnir borist en engin tilboð enn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×