Enski boltinn

Félagaskiptabeiðni Lescott hafnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joleon Lescott í leik með Everton.
Joleon Lescott í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Everton hefur hafnað beiðni Joleon Lescott um að hann verði seldur frá félaginu en hann hefur sterklega verið orðaður við Manchester City.

City hefur sett fram tvö tilboð í Lescott - upp á fimmtán og svo átján milljónir punda en þeim hefur umsvifalaust verið hafnað.

„Ég hef alltaf sagt að við ætlum ekki að selja neina leikmenn og hefur það ekki breyst," sagði David Moyes, stjóri Everton, á heimasíðu félagsins.

Lescott kom til Everton fyrir fimm milljónir punda frá Wolves árið 2006 og er nú staddur í Hollandi með enska landsliðinu. Hann lék æfingaleik með Everton gegn Malaga á föstudaginn og var þá hylltur mjög af stuðningsmönnum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×