Fótbolti

Ólafur: Þjálfari Hollands er hrokagikkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari. Mynd/Stefán

Ólafur Jóhannesson gaf ekki mikið fyrir ummæli sem landsliðsþjálfari Hollands, Bert van Marwijk, lét hafa eftir sér eftir leikinn gegn Íslandi á laugardaginn.

Van Marwijk sagði á heimasíðu FIFA að íslenska liðið væri það slakasta sem Holland hefði leikið við í riðlinum.

Ólafur er nú staddur í Makedóníu en Ísland mætir heimamönnum á miðvikudaginn.

„Ég nenni nú ekki að fara í kapp við þessa gæa," sagði Ólafur um ummælin. „Þetta er greinilega bara hans skoðun. En staðreyndin er samt sú að þeir hafa unnið öll hin liðin í riðlinum stærra en okkur."

„Hollendingar eru frábærir í fótbolta en það hefur alltaf háð þeim í gegnum tíðina að þeir standa aldrei saman þegar mest á reynir. Þeir eru mjög hrokafullir. Ef þjálfarinn er þeirra verstur er ekki von á góðu. Hann er bara hrokagikkur og ekkert annað."




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×