Man. Utd vann í vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. mars 2009 14:57 Ben Foster var hetja United í vítakeppninni Nordic Photos/Getty Images Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Manchester United vann enska deildarbikarinn í dag með því að sigra Tottenham eftir vítaspyrnukeppni. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma né framlengingu. Vísir lýsti leiknum beint og má lesa þá lýsingu hér að neðan. Lið Man. Utd.: Ben Foster - John O´Shea, Rio Ferdinand, Jonny Evans, Patrice Evra - Cristiano Ronaldo, Paul Scholes, Darron Gibson, Nani - Carlos Tevez, Danny Welbeck. Lið Tottenham: Heurelho Gomes - Vedran Corluka, Michael Dawson, Ledley King, Benoit Assou-Ekotto - Aaron Lennon, Jermaine Jenas, Didier Zokora, Luka Modric - Darren Bent, Roman Pavlyuchenko. -------------------------------------------------------------------------------------------- 4-1: Anderson skorar örugglega og tryggir Man. Utd titilinn. 3-1: Bentley skýtur framhjá. 3-1: Ronaldo öruggur. 2-1: Corluka skorar. 2-0: Tevez skorar. 1-0: Foster ver frá O´Hara. 1-0: Ryan Giggs tekur fyrsta vítið. Öruggt víti. 120. mín: Búið og vítaspyrnukeppni framundan. 119. mín: Patrice Evra með svakalegt skot rétt yfir markið. 116. mín: Darren Bent með fínt skot en Foster varði vel. Annars fátt um fína drætti og styttist í vítaspyrnukeppnina. 110. mín: Leikmenn orðnir afar þreyttir. United þó líklegri aðilinn en boltinn gengur hægt. 105. mín: Hálfleikur kominn í framlengingunni. Tevez átti skalla rétt fram hjá skömmu áður en blásið var til leikhlés. Þar á undan átti Bale góðan sprett en tapaði boltanum þegar hann hefði getað lagt hann á Bent sem var í opnu færi. 102. mín: David Bentley kemur inn fyrir Aaron Lennon sem meiddist. Áfall fyrir Spurs enda Lennon líklega verið besti maður vallarins. 99. mín: Gareth Bale kemur inn á fyrir Jermaine Jenas. Ekkert að gerast og léttur göngubolti í gangi. 95. mín: Framlengingin fer ákaflega hægt af stað. 91. mín: Ryan Giggs kemur af bekknum í upphafi framlengingarinnar. Darron Gibson yfirgefur svæðið. 90+2. mín: Ronaldo með skot í stöng 30 sekúndum fyrir leikslok. Spurs stálheppnir. Skömmu síðar flautað af og það er framlengt. 89. mín: Engin færi og stutt í framlengingu sem er líklega ekki vinsæll kostur hjá báðum liðum. 83. mín: Enn allt í járnum. Þessi leikur gæti farið í framlengingu. 77. mín: Nemanja Vidic kemur af bekknum í stað O´Shea sem haltrar af velli. 71. mín: Aaron Lennon í sannkölluðu dauðafæri en Ben Foster varði vel. Þarna slapp United fyrir horn. 67. mín: Ronaldo fær gult fyrir leikaraskap. Sjálfur vildi hann fá víti. Umdeilt atvik enda var klárlega snerting. 65. mín: Jamie O´Hara kemur af bekknum fyrir Pavlyuchenko sem virtist ekki par sáttur með að fara af velli. 61. mín: Tevez í ágætu færi en reynir að vera töff og skora með hælnum en það gengur ekki. 56. mín: Fyrsta skipting leiksins. Anderson kemur inn fyrir Welbeck sem fann sig ekki í leiknum. 55. mín: Stál í stál þessa stundina. 48. mín: Ronaldo komst í fínt færi en gaf boltann í stað þess að skjóta. Færið rann út í sandinn. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi. Engin opin færi litið dagsins ljós en United sterkari aðilinn í leiknum. Aaron Lennon hefur verið skæðasti leikmaður hálfleiksins og farið á köflum illa með Patrice Evra. 40. mín: Leikurinn rólegur og frekar jafn þessa stundina. United að gera sig seka um slæma sendingafeila. Nani búinn að vera sérstaklega slakur. 35. mín: Sóknarlotur Spurs eru nokkuð skæðar og það er helst Aaron Lennon sem skapar usla. Hann var að gefa fínan bolta á Pavlyuchenko en skalli hans var slakur. 31. mín: Greiðslan á Carlos Tevez vekur helst athygli þessa stundina. Það er engu líkara en hann hafi farið í sturtu rétt fyrir leik, sleppt því að þurrka sér og hent sér í búninginn. Darren Bent átti síðan fyrsta skot Spurs í leiknum eftir tæplega hálftíma leik. 28. mín: Leikurinn er rólegur í augnablikinu og fátt um fína drætti. United stýrir umferðinni algjörlega sem fyrr. 24. mín: Rio Ferdinand með magnað skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir markið. 20. mín: Loksins má líf hjá Spurs sem var að ná sinni fyrstu alvöru sókn. Ben Foster í smá skógarhlaup og litlu munaði að Pavlyuchenko skoraði fyrir Spurs. 17. mín: Algjör einstefna að marki Spurs. Varnarmenn Spurs ekki alveg á tánum og gengur hreinlega illa að hreinsa boltann út úr teignum. 13. mín: Darron Gibson með frábært skot að marki utan teigs. Sveif rétt fram hjá marki Spurs. Markið virðist liggja í loftinu enda yfirburðir United miklir í upphafi leiks. 11. mín: Tottenham aðeins að ná áttum í leiknum. Vörnin skárri en fjarri því að ógna marki United á hinum vallarhelmingnum. 7. mín: Man. Utd byrjar leikinn mun betur og þjarmar að Tottenham. Ronaldo átti skot beint á Gomes og svo komst Welbeck í færi en var of seinn að athafna sig. 2. mín: Wayne Rooney er ekki í liði United eins og búist var við. Hann er ekki einu sinni í hópnum.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira