Enski boltinn

Beckham gerir Fit Pilates-æfingar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fituprósentan rauk niður hjá Beckham eftir að hann byrjaði í Fit Pilates.
Fituprósentan rauk niður hjá Beckham eftir að hann byrjaði í Fit Pilates. Nordic Photos/Getty Images

David Beckham hefur engan áhuga á að hætta í fótbolta og stefnir helst á að spila þar til hann verður fertugur. Einn liður í þeirri áætlun er að gera Fit Pilates-æfingar.

Æfingarnar voru kynntar fyrir Beckham þegar hann gekk í raðir AC Milan og hann er svo ánægður með árangurinn að hann er farinn að gera þær daglega.

„Ég geri Pilates-æfingar í klukkutíma á dag. Prógrammið sem ég var á hjá Milan var stórkostlegt og ég hef ekki verið í svona góðu formi lengi," sagði Beckham.

Er mikið til í því þar sem fituprósentan hjá Beckham fór úr 13,7 prósent í 8,5 prósent þann tíma sem hann var á Ítalíu. 

Fit Pilates hefur hingað til aðallega verið iðkað af konum og er hermt að strákarnir í enska landsliðinu hafi verið duglegur að stríða honum út af æfingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×