Friðelskendur á Iceasave-túr 16. desember 2008 06:00 Icesave-túrinn hefur gengið ljómandi vel og hefur hljómsveitin ekki orðið fyrir aðkasti.fréttablaðið/völundur Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. „Listunnendur eru oftast vinstrisinnað og friðelskandi fólk sem lætur okkur alveg í friði, sérstaklega í Danmörku. Þeir gerðu alveg hrikalega vel við okkur og maturinn var góður. Tómatarnir og allt jukkið hefur farið í að fæða okkur," segir Mugison, spurður hvort einhverjum tómötum hafi verið fleygt í þá. „Það hefur alls staðar verið góður mórall. Fólk hefur talað við okkur um þetta ástand en þetta eru greinilega Íslandsvinir. Þeim finnst þetta ekta Ísland eitthvað, að taka allt með trompi og þetta líka." Á túrnum hefur Mugison spilað í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann segir að stemningin í Danmörku hafi komið skemmtilega á óvart. „Yfirleitt er rúmlega helmingur Íslendingar á tónleikunum í Icesave-löndunum en þeir voru eitthvað færri í Köben og á nokkrum öðrum stöðum og meira af „lókal" fólki. Í Danmörku voru allir snargeðveikir og kunnu lögin en síðan vorum við að spila á listahátíð í Haag og þar vantaði gredduna í liðið." Síðustu tónleikarnir í Icesave-túrnum verða í Sviss í kvöld. Eftir það heldur Mugison heim á leið og hvílir sig yfir jólin enda hefur hann spilað afar stíft á þessu ári. Mun hann einnig nota tækifærið og halda áfram vinnu við sína næstu plötu. - fb Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna. „Listunnendur eru oftast vinstrisinnað og friðelskandi fólk sem lætur okkur alveg í friði, sérstaklega í Danmörku. Þeir gerðu alveg hrikalega vel við okkur og maturinn var góður. Tómatarnir og allt jukkið hefur farið í að fæða okkur," segir Mugison, spurður hvort einhverjum tómötum hafi verið fleygt í þá. „Það hefur alls staðar verið góður mórall. Fólk hefur talað við okkur um þetta ástand en þetta eru greinilega Íslandsvinir. Þeim finnst þetta ekta Ísland eitthvað, að taka allt með trompi og þetta líka." Á túrnum hefur Mugison spilað í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Danmörku. Hann segir að stemningin í Danmörku hafi komið skemmtilega á óvart. „Yfirleitt er rúmlega helmingur Íslendingar á tónleikunum í Icesave-löndunum en þeir voru eitthvað færri í Köben og á nokkrum öðrum stöðum og meira af „lókal" fólki. Í Danmörku voru allir snargeðveikir og kunnu lögin en síðan vorum við að spila á listahátíð í Haag og þar vantaði gredduna í liðið." Síðustu tónleikarnir í Icesave-túrnum verða í Sviss í kvöld. Eftir það heldur Mugison heim á leið og hvílir sig yfir jólin enda hefur hann spilað afar stíft á þessu ári. Mun hann einnig nota tækifærið og halda áfram vinnu við sína næstu plötu. - fb
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira