Enski boltinn

Gallas sviptur fyrirliðabandinu

William Gallas
William Gallas NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn William Gallas hefur verið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal og verður ekki í hóp liðsins sem mætir Manchester City um helginia eftir því sem fram kemur á Sky í dag.

Gallas lýsti því yfir í fjölmiðlum í vikunni að nokkur órói væri í herbúðum Arsenal og sagði t.a.m. að upp úr hefði soðið í búningsklefanum í hálfleik þegar liðið mætti grönnum sínum í Tottenham um daginn.

Nokkrir af fyrrum leikmönnum Arsenal hafa gagnrýnt yfirlýsingar fyrirliðans og nú virðist sem Arsene Wenger knattspyrnustjóri hafi ákveðið að taka í taumana.

Sky fullyrðir að Gallas muni ekki fara með liðinu til Manchester á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×