Ásgeir Friðgeirsson, varaformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir að engin tilboð hafi borist í félagið.
Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag en í dag hélt enska götublaðið The Mirror því fram að Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, hafi þegar hafnað þremur tilboðum í félagið.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, sagði enn fremur frá því í samtali við enska fjölmiðla að hann hafi verið fullvissaður að rekstur West Ham sé í góðum horfum.