Vilhjálmur hættir ekki sem borgarfulltrúi 11. febrúar 2008 14:18 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, sagði á blaðamannafundi í Valhöll í dag að hann hygðist ekki hætta sem borgarfulltrúi en að hann myndi meta stöðu sína á næstunni varðandi það hvort hann tæki við borgarstjórnarstólnum. Blaðamannafundurinn var haldinn í kjölfar fundar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann hófst klukkan hálfeitt og stóð til um það bil tvö en athygli vakti að Vilhjálmur var einn á blaðamannafundinum. Leitt að hafa lent í þessu máli Vilhjálmur sagði borgarfulltrúana hafa farið yfir málið í heild sinni og hvernig það hefði þróast. Hann sagðist skilja megna óánægju í málinu og sjálfstæðismenn gerðu sér grein fyrir að þeir bæru þar sök. Vilhjálmur sagði að hann teldi sig hafa axlað sína ábyrgð þegar sjálfstæðismenn hefðu misst meirihlutann í október. Hann hefði auk þess lagt sig allan fram um að draga allt upp á borð. Honum þætti persónulega mjög leitt að hafa lent í þessu máli. Hann sagðist þó ekki myndu hætta sem borgarfulltrúi.Aðspurður hvort hann myndi taka við sem borgarstjóri sagði Vilhjálmur að málefnasamningur væri í gildi milli sjálfstæðismanna og F-lista þar sem gert væri ráð fyrir að hann tæki við sem borgarstjóri eftir rúmt ár. Hann myndi nota tímann vel á næstunni til að fara yfir stöðuna. Hann tæki það alvarlega ef fólk segði hann rúinn trausti. Hann ætlaði að ræða við félaga sína og borgarbúa. Aðspurður sagði hann félaga sína í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna sátta við þessa niðurstöðu.Vilhjálmur var spurður út í framgöngu sína í Kastljósinu á fimmtudag. Þá sagðist hann hafa talað við borgarlögmann um málefni REI og Geysis Green Energy en daginn eftir sendi hann frá sér yfirlýsingu og sagðist hafa átt við fyrrverandi borgarlögmann, það er Hjörleif Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar. Vilhjálmur viðurkenndi að þetta hefði verið klaufalegt og sagði: „Ég er bara manneskja sem hefur gert mistök," sagði Vilhjálmur. Hann hefði alltaf unnið fyrir Reykjavíkurborg með hagsmuni borgarinnar í huga.Hafði umboð til að samþykkja samningÞá sagði Vilhjálmur að það væri alveg á tæru að hann hefði haft umboð til þess að samþykkja samruna REI og Geysis Green Energy en hann væri sammála því sem fram kæmi í skýrslu stýrihópsins um að það þyrfti að skýra betur stöðuumboð borgarstjóra. Vilhjálmur viðurkenndi að hann hefði átt að tala við núverandi borgarlögmann en það hefði aldrei verið í umræðunni í október að hann hefði ekki umboð til að samþykkja samninginn.Aðspurður hvort borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu lýst yfir stuðningi við hann sagði Vilhjálmur svo vera. Það væri mikil sátt hjá þeim og enginn hefði skorað á hann að draga sig í hlé. Hann þyrfti hins vegar tíma til að skoða sín mál.Gerir ráð fyrir að þetta sé hans síðasta kjörtímabilAðspurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram í næstu borgarstjórnarkosningum, sem verða eftir rúm tvö ár, sagði Vilhjálmur að hann gerði ráð fyrir að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil.Vilhjálmur sagðist hafa ráðfært sig við Geir H. Haarde, formann Sjálfstæðisflokksins í málinu. Þeir hefðu ræðst saman um helgina og í morgun.Vilhjálmur var þráspurður um það hvort hann hygðist stíga til hliðar sem borgarstjóraefni flokksins en hann vildi ekki tjá sig um það. „Það er ekki stóra málið hvort mín persóna verði borgarstjóri eða ekki," sagði Vilhjálmur. Hann hefði verið borgarfulltrúi í 25 ár og ætlaði að vinna sér traust borgarbúa.Vilhjálmur sagði nýjan meirihluta ekki í hættu og gagnrýndi að aðrir hefðu ekki axlað ábyrgð í málinu. Benti hann á að Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á stjórnarfundi Orkuveitunnar, hefði ekki gert athugasemdir við sameininguna. Enn fremur sagði hann að Orkuveita Reykjavíkur hefði ekki skaðast á málinu.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira