Innlent

Grjóthrun í Þvottárskriðum

Frá Þvottárskriðum. Úr myndasafni.
Frá Þvottárskriðum. Úr myndasafni.

Vegurinn um Þvottárskriður er lokaður vegna grjóthruns. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að unnið sé að hreinsun og verður vegurinn opnaður eins fljótt og hægt er.

Annars staðar á landinu er víða hálka og þæfingsfærð. Þannig er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Á Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir en þó er hálka í uppsveitum Árnessýslu.Á Vesturlandi er snjóþekja á Fróðárheiði og hálka er á Vatnaleið en mokstur stendur yfir á báðum leiðunum. Búið er að opna Bröttubrekku en þar er snjóþekja og éljagangur. Hálka og snjókoma er á Holtavörðuheiði. Þá er víða þæfingsfærð á Vestfjörðum. Hálka er á Kleifaheiði og á Hálfdán og á Steingrímsfjarðarheiði er þungfært. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi.

Unnið er að mokstri á öllum helstu leiðum. Norðan- og austanlands er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Flughálka er á Sandvíkurheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×