Arnar Grant kærður til lögreglu eftir nágrannaerjur Andri Ólafsson skrifar 10. mars 2008 14:04 Líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant. „Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Ég vil engin læti, enda hef ég aldrei gert flugu mein," segir líkamsræktarfrömuðurinn Arnar Grant sem stendur í ansi óvenjulegum nágrannaerjum. Nágrannaerjurnar eru komnar inn á borð til lögreglu. Arnar hefur látið bóka hótanir í sinn garð en hann hefur á móti verið kærður fyrir eignaspjöll. Málið hófst þegar Kristinn Jónsson var að flytja í íbúð sem hann hafði tekið á leigu við Naustabryggju í Grafarvogi. Þegar Kristinn var að flytja lagði hann bíl sínum í bílakjallaranum. Kristinn var ekki kunnugur húsinu og lagði í það stæði sem hann hélt að fylgdi sinni íbúð. Daginn eftir skaust hann á sinn gamla samastað til að sækja restina af föggum sínum en þegar hann kom aftur lagði hann í sama stæði og áður. Því næst fór hann upp í íbúð og lagði sig. Um klukkutíma síðar kom Kristinn aftur niður í bílageymslu en brá þá heldur í brún. Búið bar að brjóta rúðu í bílnum, fara inn í hann og ýta honum úr stæðinu og inn á gang bílastæðakjallarans. Kristinn sagði í samtali við Vísi í dag að hann hafi þá rætt við formann húsfélagsins og lýst svo eftir skemmdarvarginum. „Ég fór og setti miða í alla póstkassa og á allar hurðir. Á miðanum bað ég þann sem skemmdi bílinn um að hafa samband," segir Kristinn. Skömmu síðar gaf Arnar Grant sig fram. Hann á íbúð í húsi við hliðina á Kristni en húsin tvö deila bílakjallara. Kristinn segir að Arnar hafi verið með frekju, ókurteisi og yfirgang í samtali þeirra. „Hann sagðist hafa hringt í Vöku en kranabíllinn hefði ekki komist niður í bílastæðakjallarann og þess vegna hefði hann gripið til þessa ráðs. Svo vildi hann ekki hlusta á það þegar ég fór að spyrja hvernig hann ætlaði að bæta mér þetta tjón." Arnar Grant segist hafa brotið rúðuna á bíl Kristins. „Það var einhver skrjóður í stæðinu mínu fullur af drasli. Ég hélt satt best að segja að þetta væru einhverjir dópistar sem hefðu lagt þarna. Svo þegar ekkert gekk að ná í eiganda bílsins ákvað ég að grípa til þess ráðs að fara inn í bílinn sjálfur og færa hann.“ Arnar segir að Kristinn hafi hótað því að skemma jeppa Arnars. Hann hafi ákveðið að láta lögreglu vita af því. Kristinn segir að ekki hafi verið um hótun að ræða heldur hafi hann eingöngu verið að láta Arnar vita um hug íbúa í húsinu til svona yfirgangs sem því finnst Arnar hafa sýnt. „Ég sagði honum það sem fólk sagði mér. Að ef hann ætlar að láta svona er aldrei að vita nema eitthvað komi fyrir bílinn hans." Kristinn segir að tjón sem hann hafi orðið fyrir vegna þessa máls hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það var samt aldrei ætlun mín að fara í hart með þetta. En fyrst ég mætti svona framkomu verð ég að láta hart mæta hörðu.“ Arnar segir að það hafi aldrei verið ætlun sín að vera með leiðindi. Hann segist ekki útiloka að hann muni greiða Kristni tjónið. „En ef menn eru þokkalega heilir þá láta þeir laga svona tjón og fara svo fram á að fá það bætt," segir Arnar Grant. Kristinn Jónsson vinnur nú hörðum höndum að því ásamt tryggingafélagi sínu að klára skaðabótakröfu á hendur Arnari en hann hefur þegar lagt inn kæru til lögreglu.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira