Heilbrigðisstofnanir úti á landi vilja skrá sjúkraskrár 7. febrúar 2008 13:42 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort útvistun á ritun sjúkraskráa væri liður í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Fram kom í svari ráðherra að heilbrigðisstofanir úti á landi væru meðal þeirra sem boðið hefðu í þessa þjónustu.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem var málshefjandi í utandagskrárumræðu um einkarekstur og útvistun á starfsemi Landspítala. Sagði hann Sjálfstæðismenn verða að búa í haginn fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það væri gert með sveltistefnu og hefðu yfirlýsingar stjórnenda Landspítalans um skort á fjármagni til reksturs verið hunsaða af ríkisstjórninni. Fresta ætti byggingu nýs Landspítala en í staðinn ætti að reisa spítala í Garðabæ á vegum einkaðila.Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig kalla til pólitíska handlangara og nú væri búið að bjóða út skráningu sjúkraskráa. Sagði hann ráðist að læknariturum Landspítalans en starf læknaritarans væri eitt það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu. Spurði hann heilbrigðisráðherra hvernig hann réttlætti þessa útvistun á störfum læknaritara og hvort það stæðist landslög að útvista ritun sjúkraskráa sem væru viðkvæmar persónuupplýsingar.Sakaði Ögmund um að skrökvaGuðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sakaði Ögmund um að skrökva í umræðunni. Það hefði ekki orðið niðurskurður á fjárveitingum til Landspítalanas og og þá hefði ekkert verið ákveðið um það að fresta byggingu nýs spítala.Enn fremur sakaði hann Ögmund um að hamra á því að einkavæðing væri yfirvofandi í heilbrigðiskerfinu þegar það væri ekki raunin. Einkavæðing væri sala á opinberum eigum til einkaaðila en hér væri á ferðinni sú stefna ríkisstjórnarinna að kanna möguleika fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðismálum, svokallaður einkarekstur. Grundvallarmundur væri á einkavæðingu og einkarekstri. Einkarekstur hefði verið hluti heilbrigðiskerfinu um áratugaskeið og þar væri starfsemi fjármögnuð með fjármunum hins opinbera.Þá sagði Guðlaugur að útvistun verkefna væri alfarið á hendi stjórnenda Landspítalans og slíkt hefði gefist vel áður. Vísaði hann þar meðal annars til tæknifrjóvgana sem fyrirtækið Art Medica sæi um núna samkvæmt samningi við ríkið. Þá væri ýmis tölvuþjónusta útvistuð og ræstingar á spítulum sömuleiðis.Hefur fundið feitan gölt að fláGuðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði til orða forsætisráðherra á haustdögum um að erfitt hefði verið að fá aðra flokka en Samfylkinguna til þess að markaðsvæða heilbrigðisþjónustuna. Framsóknarmenn hefðu staðið vörð um jafnan rétt fólks til heilbrigðisþjónustu og hafnað einkavæðingu.Guðni sagði heilbrigðisráðherra hafa fundið feitan gölt að flá með útvistun á skráningu sjúkraskráa en vafi léki að persónulegar upplýsingar sem þar kæmu fram ættu erindi út fyrir sjúkrahúsin. Guðni benti enn fremur á að læknaritarastörf væru láglaunastörf og ekki væri peningalegur sparnaður þarna á ferð.Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sakaði Vinstri - græna um kreddu í málaflokknum og um að afvegaleiða umræðuna um rekstrarform í heilbrigðismálum. Samfylkingin hefði hafnað einkavæðingu þar og mismunun á grundvelli efnahags en grundvallarmunur væri á einkarekstri og einkavæðingu. Einkarekstur og útvistun verkefna hlyti að vera jákvætt skref ef krafan um jafnræði allra til heilbrigðisþjónustu óháð efnahag væri virt.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, benti á að heilbrigðsmál hefðu verið stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og biðlistar væru víða í kerfinu. Því væri ekki óeðlilegt að leita leiða til að ná fram meiri hagkvæmni. Frjálslyndir væru ekki andvígir hugmyndum um útvistun en ekki mætti hækka kostnað sjúklinga og gæta yrði trúnaðar við útvistun á verkefnum eins og skráningu sjúkraskrá.Ekki ætlunin að segja upp læknariturumÞær Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, bentu báðar á að ekki væri ætlunin að segja upp læknariturum á Landspítalanum heldur aðeins að gera átak í að skrá læknabréf. 30 þúsund slík bréf biðu skráningur og öryggi sjúklinga byggðist meðal annars á því að þau söfnuðust ekki upp. Ásta sagði um dæmigerð störf á staðsetningar að ræða. Um tilraunaverkefni til 6-8 mánaða væri að ræða og bað hún þingmenn um að dæma verkið ekki fyrir fram.Ögmundur sagði í seinni ræðu sinni þvert á móti að þetta væru ekki störf sem hægt væri að vinna hvar sam er. Vinstri grænir vildu að horft yrði til hags þeirra sem eiga að fá aðhlynningu á spítalanum og starfsfólksins. Hann sagðist sannfærður um að að einkarekstur væri dýrari en hitt. Þá sakaði hann heilbrigðisráðhera um að vísa ábyrgð á verkefninu til stjórnenda Landspítalans, sömu aðila og hefðu kvartað yfir því að fjársvelti hefði knúið þá út í einkarekstur.Guðlaugur Þór sagði hugsanavillu í málflutningi Ögmundar. Annars vegar segði hann að einkarekstur væri dýrari en opinber rekstur og hins vegar að sveltistefna væri leið til að knýja spítalann út í einkarekstur. Þetta gengi ekki upp. Þá kom fram í máli hans að meðal þeirra sem boðið hefðu í skráningu sjúkraskrá væru heilbrigðsstofnanir annars staðar á landinu Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort útvistun á ritun sjúkraskráa væri liður í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Fram kom í svari ráðherra að heilbrigðisstofanir úti á landi væru meðal þeirra sem boðið hefðu í þessa þjónustu.Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem var málshefjandi í utandagskrárumræðu um einkarekstur og útvistun á starfsemi Landspítala. Sagði hann Sjálfstæðismenn verða að búa í haginn fyrir einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það væri gert með sveltistefnu og hefðu yfirlýsingar stjórnenda Landspítalans um skort á fjármagni til reksturs verið hunsaða af ríkisstjórninni. Fresta ætti byggingu nýs Landspítala en í staðinn ætti að reisa spítala í Garðabæ á vegum einkaðila.Þá sagði hann ríkisstjórnina einnig kalla til pólitíska handlangara og nú væri búið að bjóða út skráningu sjúkraskráa. Sagði hann ráðist að læknariturum Landspítalans en starf læknaritarans væri eitt það mikilvægasta í heilbrigðiskerfinu. Spurði hann heilbrigðisráðherra hvernig hann réttlætti þessa útvistun á störfum læknaritara og hvort það stæðist landslög að útvista ritun sjúkraskráa sem væru viðkvæmar persónuupplýsingar.Sakaði Ögmund um að skrökvaGuðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sakaði Ögmund um að skrökva í umræðunni. Það hefði ekki orðið niðurskurður á fjárveitingum til Landspítalanas og og þá hefði ekkert verið ákveðið um það að fresta byggingu nýs spítala.Enn fremur sakaði hann Ögmund um að hamra á því að einkavæðing væri yfirvofandi í heilbrigðiskerfinu þegar það væri ekki raunin. Einkavæðing væri sala á opinberum eigum til einkaaðila en hér væri á ferðinni sú stefna ríkisstjórnarinna að kanna möguleika fjölbreyttari rekstrarforma í heilbrigðismálum, svokallaður einkarekstur. Grundvallarmundur væri á einkavæðingu og einkarekstri. Einkarekstur hefði verið hluti heilbrigðiskerfinu um áratugaskeið og þar væri starfsemi fjármögnuð með fjármunum hins opinbera.Þá sagði Guðlaugur að útvistun verkefna væri alfarið á hendi stjórnenda Landspítalans og slíkt hefði gefist vel áður. Vísaði hann þar meðal annars til tæknifrjóvgana sem fyrirtækið Art Medica sæi um núna samkvæmt samningi við ríkið. Þá væri ýmis tölvuþjónusta útvistuð og ræstingar á spítulum sömuleiðis.Hefur fundið feitan gölt að fláGuðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, vísaði til orða forsætisráðherra á haustdögum um að erfitt hefði verið að fá aðra flokka en Samfylkinguna til þess að markaðsvæða heilbrigðisþjónustuna. Framsóknarmenn hefðu staðið vörð um jafnan rétt fólks til heilbrigðisþjónustu og hafnað einkavæðingu.Guðni sagði heilbrigðisráðherra hafa fundið feitan gölt að flá með útvistun á skráningu sjúkraskráa en vafi léki að persónulegar upplýsingar sem þar kæmu fram ættu erindi út fyrir sjúkrahúsin. Guðni benti enn fremur á að læknaritarastörf væru láglaunastörf og ekki væri peningalegur sparnaður þarna á ferð.Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sakaði Vinstri - græna um kreddu í málaflokknum og um að afvegaleiða umræðuna um rekstrarform í heilbrigðismálum. Samfylkingin hefði hafnað einkavæðingu þar og mismunun á grundvelli efnahags en grundvallarmunur væri á einkarekstri og einkavæðingu. Einkarekstur og útvistun verkefna hlyti að vera jákvætt skref ef krafan um jafnræði allra til heilbrigðisþjónustu óháð efnahag væri virt.Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, benti á að heilbrigðsmál hefðu verið stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og biðlistar væru víða í kerfinu. Því væri ekki óeðlilegt að leita leiða til að ná fram meiri hagkvæmni. Frjálslyndir væru ekki andvígir hugmyndum um útvistun en ekki mætti hækka kostnað sjúklinga og gæta yrði trúnaðar við útvistun á verkefnum eins og skráningu sjúkraskrá.Ekki ætlunin að segja upp læknariturumÞær Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, bentu báðar á að ekki væri ætlunin að segja upp læknariturum á Landspítalanum heldur aðeins að gera átak í að skrá læknabréf. 30 þúsund slík bréf biðu skráningur og öryggi sjúklinga byggðist meðal annars á því að þau söfnuðust ekki upp. Ásta sagði um dæmigerð störf á staðsetningar að ræða. Um tilraunaverkefni til 6-8 mánaða væri að ræða og bað hún þingmenn um að dæma verkið ekki fyrir fram.Ögmundur sagði í seinni ræðu sinni þvert á móti að þetta væru ekki störf sem hægt væri að vinna hvar sam er. Vinstri grænir vildu að horft yrði til hags þeirra sem eiga að fá aðhlynningu á spítalanum og starfsfólksins. Hann sagðist sannfærður um að að einkarekstur væri dýrari en hitt. Þá sakaði hann heilbrigðisráðhera um að vísa ábyrgð á verkefninu til stjórnenda Landspítalans, sömu aðila og hefðu kvartað yfir því að fjársvelti hefði knúið þá út í einkarekstur.Guðlaugur Þór sagði hugsanavillu í málflutningi Ögmundar. Annars vegar segði hann að einkarekstur væri dýrari en opinber rekstur og hins vegar að sveltistefna væri leið til að knýja spítalann út í einkarekstur. Þetta gengi ekki upp. Þá kom fram í máli hans að meðal þeirra sem boðið hefðu í skráningu sjúkraskrá væru heilbrigðsstofnanir annars staðar á landinu
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Ætla að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira