Innlent

Byrjað að sprengja milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar

Fyrsta sprengihleðslan vegna gerðar jarðgangna á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar verður sprengd í dag, en jarðgöngin verða liðlega fimm kílómetra löng.

Við þau bætast svo vegskálar, samtals 270 metra langir. Þá verða byggðar tvær nýjar brýr vegna vegalangingar að göngunumog á öllu verkinu að vera lokið í júlí árið tvö þúsund og tíu. Íslenskir aðalverktakar og Marti Contractors vinna verkið fyrir þrjá og hálfan milljarð króna. Það er taslvert undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Með tilkomu ganganna leggst Óshlíðarvegur af, en hann er hættulegur vegna grjóthruns og snjóflóða.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×