Enski boltinn

Arsenal þarf að bíða eftir Nasri

Elvar Geir Magnússo skrifar
Samir Nasri.
Samir Nasri.

Ólíklegt er að Arsenal geti gengið frá kaupum á Samir Nasri frá Marseille þar til eftir Evrópumótið. Franski landsliðsmaðurinn er efstur á óskalista Arsenal en viðræður hafa tekið lengri tíma en búist var við.

Þessum tvítuga miðjumanni hefur verið líkt við landa sinn Zinedine Zidane fyrir lipra takta á miðjunni með liði Marseille.

Honum er ætlað að fylla skarðið sem Alexander Hleb skilur eftir sig en Hleb mun líklega ganga frá skiptum yfir til Barcelona á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×