Innlent

Fjörheimar hafa fengið nýja aðstöðu

Bjarki Brynjólfsson hélt tölu fyrir hönd ungmenna sem tóku virkan þátt í vali á nýrri staðsetningu og undirbúningi húsnæðisins.
Bjarki Brynjólfsson hélt tölu fyrir hönd ungmenna sem tóku virkan þátt í vali á nýrri staðsetningu og undirbúningi húsnæðisins.

Félagsmiðstöðin Fjörheimar opnaði síðastliðinn laugardag í nýrri aðstöðu á Vallarheiði. Í tilefni dagsins var nemendum í 8. - 10 bekk boðið á risaball og er áætlað að 400 ungmenni hafi skemmt sér við undirleik Atla skemmtanalöggu og Erps Eyvindarsonar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri, afhenti ungmennum formlega húsið með því að færa Bjarka Brynjólfssyni táknrænan tölvulykil sem geymdi myndir frá sögu Fjörheima sem fagnar 25 ára starfsafmæli í haust. Í máli Bjarka kom fram að aðstaðan væri langþráð og að ungmennin væru mjög sátt við niðurstöðuna. Fjörheimar voru stofnaðir í nóvember 1983.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×