Innlent

Hnífamenn teknir í verslun Lyfju

Lögregla handtók tvo menn í annarlegu ástandi í verslun Lyfju við Smáratorg um fjöguleytið í dag. Mennirnir slógust með hníf og ógnuðu starfsmanni verslunarinnar, sem reyndi að grípa inn í atburðarrásina.

Starfsmanninn sakaði ekki og náði lögreglan fljótlega að yfirbuga mennina tvo. Talið er að þeir hafi verið drukknir eða í lyfjavímu, en þeir hafa ekki enn verið yfirheyrðir vegna annarlegs ástands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×