Innlent

Ákærður fyrir ítrekuð brot

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Tuttugu og fimm ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir fjársvik, vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Samvkæmt ákæru er hann sakaður um að hafa þann 29. ágúst 2006 ekið bifreið á 137 kílómetra hraða þar sem leyfilegt var að aka á 90 kílómetra hraða. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa svikið út eldsneyti af Esso stöðinni á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp í marsmánuði 2007 og fyrir að hafa haft í vörslum sínum veiðihníf og kylfu þegar lögreglan hafði afskipti af honum í ágúst sama ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×