Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar áfram

MYND/Anton Brink

Um 170 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eftir því sem tölur Hagstofunnar sýna.

Til samanburðar voru þeir tæplega 150 þúsund í fyrra og fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll því um tæp 14 prósent á milli ára. Síðastliðna 12 mánuði, til loka mars, komu 967 þúsund farþegar til landsins og er það rúmlega níu prósenta aukning frá 12 mánuðum þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×