Innlent

Vöruskiptahalli um 27 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Vísbendingar eru um mikla aukningu á útflutningi á áli í marstölum miðað við janúar og febrúar 2008.
Vísbendingar eru um mikla aukningu á útflutningi á áli í marstölum miðað við janúar og febrúar 2008. MYND/GVA

Vöruskiptahallinn við útlönd í marsmánuði reyndist 5,3 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Fluttar voru út vörur fyrir rúman 31 milljarð enn inn fyrir rúma 36 milljarða. Segir á vef Hagstofunnar að vísbendingar séu um mikla aukningu á útflutningi á áli í marstölum miðað við janúar og febrúar 2008.

Hagstofan birti nýverið nýjar tölur um vöruskiptahalla í janúar og febrúar og reyndist hann samtals 22 milljarðar króna. Vöruskiptahallinn virðist því hafa verið 27 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi. Til samanburðar reyndist vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um ellefu milljarða á sama tíma í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×