Samkeppniseftirlitið kannar ummæli um matarhækkun 2. apríl 2008 15:44 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS. Samkeppniseftirlitið hefur sent tvennum hagsmunasamtökum erindi vegna ummæla á opinberum vettvangi um verðhækkanir á matvælum og gruns um að seilst hafi verið of langt við hagsmunagæslu. Vísar eftirlitið til samkeppnislaga máli sínu til stuðnings. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið hafa tekið upp athuganir á umfjöllun Bændasamtakanna og Félags íslenskra stórkaupmanna um verðlagningu matvæla en engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um að taka til athugunar ummæli forsvarsmanna fyrirtækja á matvælamarkaði um verðhækkanir þar. „Við munum eins og við höfum sagt fylgjast vel með," sagði Páll. „Við getum tekið upp athuganir að eigin frumkvæði á því hvort farið sé að samkeppnislögum. Þá hefst stjórnsýslumál þar sem aflað er gagna og leitað sjónarmiða sem svo lýkur með því að tekin er ákvörðun. Heimildir okkar lúta m.a. að því að beina fyrirmælum til fyrirtækja um að breyta háttsemi sinni eða ákveða stjórnvaldssektir." Eigum fyllilega rétt á að tjá okkur Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, kvað það rétt að í kjölfar ummæla hans í viðtali við RÚV um helgina, þar sem rætt var um væntanlegar hækkanir á matvælaverði, hafi bréf borist frá Samkeppniseftirlitinu og þar verið óskað eftir afritum af öllum fundargerðum, ályktunum og samþykktum frá áramótum auk afrita af öllum tölvupóstsamskiptum milli FÍS og félagsmanna frá 1. mars. „Þeir [Samkeppniseftirlitið] vilja meina að það að við sem hagsmunasamtök séum að tjá okkur um þessa hluti geti haft á sér yfirbragð einhvers konar samráðs. Ég er því algjörlega ósammála. Við teljum okkur sem hagsmunasamtök eiga fyllilega rétt á því að tjá okkur um það umhverfi sem fyrirtæki innan okkar vébanda starfa í og draga ályktanir af því. Ef við mættum það ekki værum við sem hagsmunasamtök að mínu mati algjörlega múlbundin. Við hljótum að mega greina stöðuna. Það liggur fyrir að gengisbreytingar síðustu þrjá mánuði hafa verið allt að 35% og ofan í kaupið koma svo þessar gífurlegu hráefnishækkanir sem dunið hafa á mönnum síðan í haust með meiri þunga en nokkru sinni," sagði Andrés. Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands er að finna yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að samtökunum hafi borist bréf Samkeppniseftirlitsins vegna vísbendinga um að samtökin og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína. Hafi samtökin lagt fram umbeðin gögn og þau telji sig hafa uppfyllt þá skyldu sína að gæta hagsmuna bændastéttarinnar og upplýsa neytendur um þróun í verðlagsmálum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur sent tvennum hagsmunasamtökum erindi vegna ummæla á opinberum vettvangi um verðhækkanir á matvælum og gruns um að seilst hafi verið of langt við hagsmunagæslu. Vísar eftirlitið til samkeppnislaga máli sínu til stuðnings. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið hafa tekið upp athuganir á umfjöllun Bændasamtakanna og Félags íslenskra stórkaupmanna um verðlagningu matvæla en engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um að taka til athugunar ummæli forsvarsmanna fyrirtækja á matvælamarkaði um verðhækkanir þar. „Við munum eins og við höfum sagt fylgjast vel með," sagði Páll. „Við getum tekið upp athuganir að eigin frumkvæði á því hvort farið sé að samkeppnislögum. Þá hefst stjórnsýslumál þar sem aflað er gagna og leitað sjónarmiða sem svo lýkur með því að tekin er ákvörðun. Heimildir okkar lúta m.a. að því að beina fyrirmælum til fyrirtækja um að breyta háttsemi sinni eða ákveða stjórnvaldssektir." Eigum fyllilega rétt á að tjá okkur Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, kvað það rétt að í kjölfar ummæla hans í viðtali við RÚV um helgina, þar sem rætt var um væntanlegar hækkanir á matvælaverði, hafi bréf borist frá Samkeppniseftirlitinu og þar verið óskað eftir afritum af öllum fundargerðum, ályktunum og samþykktum frá áramótum auk afrita af öllum tölvupóstsamskiptum milli FÍS og félagsmanna frá 1. mars. „Þeir [Samkeppniseftirlitið] vilja meina að það að við sem hagsmunasamtök séum að tjá okkur um þessa hluti geti haft á sér yfirbragð einhvers konar samráðs. Ég er því algjörlega ósammála. Við teljum okkur sem hagsmunasamtök eiga fyllilega rétt á því að tjá okkur um það umhverfi sem fyrirtæki innan okkar vébanda starfa í og draga ályktanir af því. Ef við mættum það ekki værum við sem hagsmunasamtök að mínu mati algjörlega múlbundin. Við hljótum að mega greina stöðuna. Það liggur fyrir að gengisbreytingar síðustu þrjá mánuði hafa verið allt að 35% og ofan í kaupið koma svo þessar gífurlegu hráefnishækkanir sem dunið hafa á mönnum síðan í haust með meiri þunga en nokkru sinni," sagði Andrés. Á heimasíðu Bændasamtaka Íslands er að finna yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að samtökunum hafi borist bréf Samkeppniseftirlitsins vegna vísbendinga um að samtökin og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína. Hafi samtökin lagt fram umbeðin gögn og þau telji sig hafa uppfyllt þá skyldu sína að gæta hagsmuna bændastéttarinnar og upplýsa neytendur um þróun í verðlagsmálum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira