Innlent

Eldur í eldhúsinnréttingu í húsi við Grettisgötu

MYND/Anton Brink

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt að Gettisgötu 86 nú í hádeginu en þar logaði eldur í eldhúsinnréttingu í íbúð í húsinu. Snorrabraut hefur verið lokað til suðurs til þess að slökkviliðsmenn geti athafnað sig.

Um fjölbýlishús er að ræða og var einn íbúi í íbúð fyrir ofan þá þar sem eldurinn kom upp og er hann kominn út. Slökkvilið er að ljúka við að slökkva eldinn en eftir á að reykræsta íbúðina. Ekki liggur fyrir hversu miklar skemmdir hafi orðið í íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×