Innlent

Borgarstjóri krafinn svara

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon.

Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, gerir þá kröfu að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri útskýri ummæli sín þegar hann segir að: "Framsóknarflokkurinn sé sá flokkur sem lengst hefur gengið í þjónustu við verktaka og auðmenn í Reykjavík". Þetta kemur fram í tilkynningu frá framsóknarmönnunum ungu. Ólafur lét ummælin falla í kvöldfréttum RÚV í fyrradag.

„Ummælin eru með hreinum ólíkindum og honum til skammar. Málið ber allt keim af tilraun borgarstjóra að skorast undan ábyrgð varðandi þá óráðsíu sem nú ríkir í stjórn borgarinnar. Krefst stjórn Alfreðs þess að borgarstjóri svari fyrirspurnum Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, skýri mál sitt og rökstyðji þær fullyrðingar sem hann hefur sett fram. Að öðrum kosti ætti hann að biðjast afsökunar og draga ummæli sín til baka, líkt og hann hefur áður þurft að gera," segja framsóknarmenn.

Vísir hefur árangurslaust reynt að ná tali af borgarstjóra eða aðstoðarkonu hans í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×