Vill stofna átakshóp um bætta umgengni í borginni 1. apríl 2008 21:56 Málefni miðborgarinnar voru áberandi á borgarstjórnarfundi í dag. Þar kynnti borgarstjóri tillögu um stofnun átakshóps um bætta umgengni í borginni. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins bendir hins vegar á að borgarstjóri sé einangraður í miðborgarmálum þar sem hann vilji ekki gefa upp hvort borgin sé hætt að kaupa hús við Laugaveginn. Eins fram hefur komið í fréttum hefur verið megn óánægja meðal íbúa, verslunareigenda og ferðaþjónustunnar með ástandið í miðbænum. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í dag og eftir því sem segir í tilkynningu frá borgarstjóra kynnti hann tillögu sem hann hyggst leggja fyrir borgarráðsfund um að stofna átakshóp um bætta umgengni í borginni. Þar segir einnig að aðgerða sé þörf og því þurfi að taka til hendinni svo fljótt sem auðið er. Samkvæmt tillögu borgarstjóra verða verða meðal annars embættismenn borgarinnar, lögreglan, fulltrúar íbúasamtaka, verslunar, veitingahúsa og annarra hagsmunaaðila í átakshópnum. Ráðgert er að hópurinn hittist ört og viðhafi skjót vinnubrögð til að bæta umhirðu í miðborginni, fjarlægja rusl og hreinsa veggjakrot. ,,Þegar hefur verið farið yfir málið með byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra Reykjavíkurborgar sem munu leggja tillögur fyrir borgarráð n.k.fimmtudag sem miða að því að herða eftirlit og viðurlög gagnvart þeim húseigendum sem hafa látið undir höfuð leggjast að halda húsnæði sínu í því ástandi sem lög og reglur kveða á um. Sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að auka verulega vinnu við umhirðu og útlit í miðborginni," segir í tilkynningunni. Segir borgarstjóra ekki vilja svara hvort uppkaupum sé hætt Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að í umræðum í borgarstjórn í dag um stöðu miðborgarinnar hafi allir borgarfulltrúar verið sammála því að standa vörð um deilskipulag Laugavegar og Þróunaráætlun miðborgarinnar nema borgarstjóri. Hann telji að þær tillögur gangi ekki nóg og langt í húsafriðun. ,,Aðspurður um hvort hann væri hættur að kaupa hús við Laugaveginn, svaraði hann engu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs staðfesti hinsvegar afstöðu sína um að ekki stæði til að kaupa fleiri hús við Laugaveg. Óvissa ríkir því enn um uppbyggingaráætlun miðborgarinnar , nema Sjálfstæðisflokkurinn taki höndum saman með minnihlutanum um að aflétta óvissunni og hefja uppbygginguna," segir Óskar. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Málefni miðborgarinnar voru áberandi á borgarstjórnarfundi í dag. Þar kynnti borgarstjóri tillögu um stofnun átakshóps um bætta umgengni í borginni. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins bendir hins vegar á að borgarstjóri sé einangraður í miðborgarmálum þar sem hann vilji ekki gefa upp hvort borgin sé hætt að kaupa hús við Laugaveginn. Eins fram hefur komið í fréttum hefur verið megn óánægja meðal íbúa, verslunareigenda og ferðaþjónustunnar með ástandið í miðbænum. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í dag og eftir því sem segir í tilkynningu frá borgarstjóra kynnti hann tillögu sem hann hyggst leggja fyrir borgarráðsfund um að stofna átakshóp um bætta umgengni í borginni. Þar segir einnig að aðgerða sé þörf og því þurfi að taka til hendinni svo fljótt sem auðið er. Samkvæmt tillögu borgarstjóra verða verða meðal annars embættismenn borgarinnar, lögreglan, fulltrúar íbúasamtaka, verslunar, veitingahúsa og annarra hagsmunaaðila í átakshópnum. Ráðgert er að hópurinn hittist ört og viðhafi skjót vinnubrögð til að bæta umhirðu í miðborginni, fjarlægja rusl og hreinsa veggjakrot. ,,Þegar hefur verið farið yfir málið með byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra Reykjavíkurborgar sem munu leggja tillögur fyrir borgarráð n.k.fimmtudag sem miða að því að herða eftirlit og viðurlög gagnvart þeim húseigendum sem hafa látið undir höfuð leggjast að halda húsnæði sínu í því ástandi sem lög og reglur kveða á um. Sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur verið falið að auka verulega vinnu við umhirðu og útlit í miðborginni," segir í tilkynningunni. Segir borgarstjóra ekki vilja svara hvort uppkaupum sé hætt Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann segir að í umræðum í borgarstjórn í dag um stöðu miðborgarinnar hafi allir borgarfulltrúar verið sammála því að standa vörð um deilskipulag Laugavegar og Þróunaráætlun miðborgarinnar nema borgarstjóri. Hann telji að þær tillögur gangi ekki nóg og langt í húsafriðun. ,,Aðspurður um hvort hann væri hættur að kaupa hús við Laugaveginn, svaraði hann engu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs staðfesti hinsvegar afstöðu sína um að ekki stæði til að kaupa fleiri hús við Laugaveg. Óvissa ríkir því enn um uppbyggingaráætlun miðborgarinnar , nema Sjálfstæðisflokkurinn taki höndum saman með minnihlutanum um að aflétta óvissunni og hefja uppbygginguna," segir Óskar.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira