Innlent

Lögregla birtir mynd af innbrotsþjófi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt mynd af öðrum mannanna sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg í síðustu viku og stolið þaðan úrum.

Upptaka náðist af þjófunum. Rannsóknin hefur enn sem komið er ekki leitt til handtöku þeirra að sögn lögreglu og því birtir hún mynd í von um að einhver geti vísað á gerningsmennina.

Saman höfðu mennirnir á brott með sér á annan tug armbandsúra af Raymond Weil og Revue Thommen gerð, samtals að andvirði um tvær milljónir króna.

Þeir sem telja sig þekkja manninn eða búa yfir upplýsingum um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×