Innlent

Mynduðu hraðakstur í Hafnarfirði og Hvalfjarðargöngum

Brot 97 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum frá föstudegi til mánudags eða á 72 klukkustundum. Vöktuð voru 7.771 ökutæki og því ók lítill hluti ökumanna, eða 1%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sjö óku á 90 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 109.

Brot 19 ökumanna voru mynduð á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hvaleyrarbraut í norðurátt, nærri Brekkutröð. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 132 ökutæki þessa akstursleið og því óku allmargir ökumenn, eða 14%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 69 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Átta óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 83.

Brot 7 ökumanna voru mynduð á Fléttuvöllum í Hafnarfirði í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Fléttuvelli í suðurátt, við Glitvelli. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 17 ökutæki þessa akstursleið og því óku margir ökumenn, eða 41%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var liðlega 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 47.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×